Skírnir - 01.04.2009, Qupperneq 104
102
TRYGGVI GÍSLASON
SKÍRNIR
eða jötnar, en bæði orðin voru í norrænu miðaldamáli höfð um
galdramenn og fjölkynngisverur.47 I Heimskringlu er t.a.m. sagt
frá Snæfríði hinni finnsku, forkunnarfagurri barnsmóður Haralds
konungs hárfagra, en faðir hennar, Svási, er þar kallaður jötunn,48
Eftirtektarvert er, að þeir menn, sem voru norrænir í föðurætt, en
finnskir í móðurætt, voru kallaðir hálftröll eða hálfhergrisar,49
Engar sögur fara hins vegar af því, að samískir karlmenn, Finnar,
hafi eignast börn með norskum konum, þótt vafalaust hafi slíkt
gerst, en um það hefur þá verið þagað af einhverjum ástæðum.
Þuríður sundafyllir ólst upp á Hálogalandi meðal jötna, galdra-
manna, eins og völvan í Völuspá sem mælir:
Eg man jötna
ár um borna,
þá er forðum mig
fædda höfðu.
[2]
Eins og vikið er að hér að framan, nær reynsluheimur og þekking
höfundar Völuspár víðar en til íslensks samfélags í lok víkinga-
aldar og margt í kvæðinu bendir til nórskra aðstæðna og norskrar
náttúru. Af því dró Finnur Jónsson þá ályktun að kvæðið væri ort
í Noregi — eins og önnur Eddukvæði. Hins vegar er ekki unnt að
horfa fram hjá þeirri staðreynd að Völuspá er aðeins varðveitt á
Islandi og í íslenskum handritum og engar heimildir benda til þess
47 Sögnin trylla merkti í norrænu „að beita galdri, æra eða gera trylltan". Eimir
enn víða eftir af þessari merkingu í norrænum tungumálum, s.s. trolldom í
norsku eða trolddom í dönsku, þar sem orðið merkir „udovelse af overnaturlige
metoder", og sögnin trylle, „fi noget til at ske ved trolddom“. I fornu máli er
orðið tröll iðulega notað um fjölkunnugt fólk, svo sem þegar lýst er afrekum
Þiðreks af Bern: „Þiðrekur höggr Hildi í tvá hluti, en svá er hún fjölkunnig ok
mikit troll í sinni náttúru, at hennar hlutir hlupu saman sem hón væri heil.“
Saga Þiðreks konungs af Bern. Kristiania, 1853, bls. 223.
48 Hermann Pálsson, Ur landnorðri, bls. 20.
49 Orðið hálfbergrisi kemur að vísu aðeins einu sinni fyrir í fornum ritum, í Egils
sögu þar sem segir frá Björgólfi í Torgum á Hálogalandi, föður þeirra Hildi-
ríðarsona, en um hann segir: „Hann var lendur maður, ríkur og auðigur, en hálf-
bergrisi að afli og vexti og kynferð." Egils saga. Islendinga sögur og þættir I.
Reykjavík: Svart á hvítu, 1987, bls. 373.