Skírnir - 01.04.2009, Síða 114
112
BERGSVEINN BIRGISSON
SKÍRNIR
náttúru mannsins hefur löngum reynst örðugt að berja niður með
öllu. Á meðal lærðra fer fram mikil umræða um myndir (einkum
hugarmyndir) af því sem ,við höfum aldrei séð‘. Þannig ber ,gull-
fjallið‘ stöðugt á góma í ritum lærðra sem spyrja gjarnan hvað það
sé eiginlega — gullfjall. Albert mikli sagði slíka mynd vaxa úr
phantasia mannsins, en Tómas frá Akvínó sagði þær afsprengi
hins imaginativa (sjá Minnis 2005: 242).
Það sem um ræðir hér skiptir sköpum í samhengi dróttkvæðra
kenninga, því phantasma-myndirnar eða hinar and-mímetísku
myndir eru alltaf blendingsmyndir af einhverju tagi (sbr. gull + fjall
= gullfjall). Það vill svo til að blendingurinn er sjálft eðli dróttkvæðra
kenninga. I kenningunum er gjarnan ósamræmanlegum hlutum
hnoðað í einn búk eða fulltrúum andstæðna att saman, svo útkom-
an verður óskapnaður sem brýtur reglu náttúrunnar og er á skjön
við birtingarmyndir hennar. Það segir meira en mörg orð um sýn
kristinna miðaldamanna á slíkar myndir, að djöfullinn sjálfur er allt-
af blendingur eða finngálkn af einhverju tagi, segja mætti að hann sé
and-mímetísk ónáttúra. Ágústín kirkjufaðir talaði um þessa blönd-
unargetu í ,auga hugans‘ (acies animi) mjög á neikvæðum nótum, og
á einum stað lýsir hann skáldum sem nota slíkar ófreskjumyndir sem
villutrúarmönnum (Minnis 2005: 242, Epistula 7.2.4). Þó svo að
Tómas frá Akvínó viðurkenndi í Summa Theologica að til væru
guðdómlega innblásnir spádómar sem sprengdu skynsemisform
hugarmynda með ímyndunaraflinu (það varð hann að gera vegna
Biblíunnar), þá beið djöfullinn handan við næsta horn, reiðubúinn
að myrkva skynsemi (ratio) manneskjunnar með fantasíunni
(Minnis 2005: 247). Ominn frá gríska raíz'o-kamesinu heyrum við
síðan hljóma í fyrstu kristnu textum norðursins; djöfullinn
Belzebub, sem heilög Margrét sprengir í tvennt í Margrétar sögu,
segist koma til manna „þá er þeir sofa“ og enn frekar nefnir hann að
ef menn sjá við honum er þeir vaka, þá lætur hann þá misgera er þeir
sofa (sjá Haugen 2001: 273). Ríki djöfulsins er í fantasíunni, því
óséða og ónáttúrulega sem skynsemin fær ekki beislað. Einmitt hér
er fagurfræði elstu dróttkvæða að finna.
Gríska fagurfræðihugsunin virðist knýja fram upphafningu
náttúrunnar í listrænu samhengi, og þessa hugsun átti hin kristna