Skírnir - 01.04.2009, Síða 115
SKÍRNIR
KONUSKEGG OG LOÐNIR BOLLAR
113
kirkja eftir að umfaðma síðar meir, því náttúran var nú hið góða
sköpunarverk Guðs hvar í mátti finna teiknin (signaturae) frá
skaparanum. Þessi byltingarkennda náttúrusýn hefur knúið fram
miklar hugarfarsbreytingar norður hér, líkt og við munum líta á
síðar — ekki síst fyrir þá sök að goðin fornu höfðu ekkert með
jötunættaða náttúruna að gera. Þau tvö verk sem kölluð hafa verið
áhrifamest í evrópskri listhefð (sbr. Leitch 2001: 135) taka af allan
vafa um hver fyrirmynd listamannsins eigi að vera. I rómverska
stórverkinu Rhetorica Ad Herennium (frá u.þ.b. 82-86 f.Kr.) og í
gríska verkinu Um göfgun (gríska: hypsos), oft eignað Cassius
Longinus (t 273 e.Kr.), kristallast náttúrugöfgunin sem kirkjan
átti eftir að gera að sínu fagurfræðilega viðmiði:
Þannig sýnir náttúran að hún hrærist ekki af hinum venjubunda atburði,
heldur er hún skekin af nýjum eða sláandi atvikum. Lát listina, þessvegna,
líkja eftir náttúrunni, finndu út hvað hún girnist, og fylgdu hennar bend-
ingum. Því þegar kemur að hugmyndarflugi er náttúran aldrei síðust,
menntun aldrei fyrst; öllu heldur er upphaf hluta að finna í hinni nátt-
úrulegu gáfu, og endalokin mörkuð af sérhverri grein. (Yates 2001: 25;
mín þýðing og leturbreyting)9
Og hjá Longinus:
Listin er fullkomin er hún lítur út eins og náttúra, náttúran er viðeigandi
þegar hún umfaðmar hina huldu list. (Leitch 2001: 147; mín þýðing)10
Þess ber að geta að Grikkir og Rómverjar hafa að sjálfsögðu ekki
alltaf litið svo á málin. Til dæmis virðist rómverski arkitekinn Vitru-
vius á 1. öld f.Kr. staddur milli tímanna tveggja. Hann notar tæki-
færið í frægri ritgerð sinni um arkitektúr til að fordæma finngálknin
9 „Thus nature shows that she is not aroused by the common ordinary event, but
is moved by a new or striking occurrence. Let art, then, imitate nature, find
what she desires, and follow as she directs. For in invention nature is never last,
education never first; rather the beginnings of things arise from natural talent,
and the ends are reached by discipline.“ Frances A. Yates styðst hér við þýð-
ingu H. Caplan í svokölluðu Loeb-útgáfu frumtextans frá 1954. Sú þýðing er
sjálfsagt ekki hnökralaus, líkt og ég tek upp í doktorsritgerð minni (2008a), en
frumtexta Ad Herennium geta menn m.a. fundið í útgáfu Marx og Trillitzsch
frá 1964 (sjá heimildaskrá).
10 „Art is perfect when it looks like nature, nature is felicitous when it embraces
concealed art.“