Skírnir - 01.04.2009, Page 197
SKÍRNIR
FLU GUMÝRARBRENNA
195
texta jafnframt því að fjallað er um gerð hans og inntak. í útgáfu
sinni á Sturlungu frá 1878 eignaði Guðbrandur Vigfússon Sturlu
Þórðarsyni frásögnina af Flugumýrarbrennu og svo gerði W.P.
Ker í Epic and Romance?
I ritgerðinni Um Sturlungu, sem kom út 1902, færði Björn M.
Ólsen fram rök fyrir því að íslendinga saga hefði endað þar sem
Þórðar saga kakala hæfist í samsteypunni árið 1242. Taldi hann að
þaðan frá og til loka hefði Sturlunga upphaflega verið sett saman
úr þremur sögum: Þórðar sögu kakala, *Gizurar sögu ok Skag-
firðinga og Svínfellinga sögu. Rök hans fyrir því að til hefði verið
sérstök saga um Gissur Þorvaldsson og Skagfirðinga voru m.a.
þau: a) að frásagnir um Gissur væru stundum svo hliðhollar hon-
um að þær gætu ekki verið eftir Sturlu, fyrrum óvin hans, og b) að
oft væri sagt frá Gissuri og Skagafirðingum nákvæmar en þekking
Sturlu hefði getað leyft. Björn taldi m.ö.o. að frásögnin um Flugu-
mýrarbrennu væri ekki úr Islendinga sögu heldur *Gizurar sögu
ok Skagfirðinga.3 4
Pétri Sigurðssyni þóttu rök Björns M. Ólsen fyrir tilvist Gizurar
sögu ok Skagfirðinga ekki sannfærandi eins og kemur fram í rit-
gerð hans Um Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar. Ffann áleit að
eigna mætti Sturlu þau sjónarmið sem kæmu fram í öllum hlutum
sögunnar og nákvæma frásögn hans um atvik í Skagafirði væri
unnt að rekja til heimildarmanna þar. Pétur færði einnig rök fyrir
því að Islendinga sögu lyki árið 1255 enda væri eyða í frásögnina í
Króksfjarðarbók, öðru skinnhandritinu, frá því ári til 1258.5 Jón
Jóhannesson hélt á hinn bóginn fram þeirri skoðun í inngangi
sínum að Sturlunguútgáfunni frá 1946 að Islendinga saga hefði
3 Guðbrandur Vigfússon. „Prolegomena", Sturlunga saga, 1. b. Oxford:
Clarendon, 1878, bls. xcix-cvi; Ker. Epic and Romance, bls. 259.
4 Björn M. Ólsen. Um Sturlunga (Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmennta 3),
Kaupmannahöfn: Hið íslenska bókmenntafélag, 1902, bls. 394-415; sjá enn-
fremur Pétur Sigurðsson. Um Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar (Safn til sögu
Islands og íslenzkra bókmennta 6, nr. 2), Reykjavík: Hið íslenska bókmennta-
félag, 1933-35, bls. 13-14.
5 Pétur Sigurðsson. Um Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar; einnig Pétur
Sigurðsson. „Um Haukdælaþátt", Festskrift til Finnur Jónsson, ritstj. Johannes
Brondum-Nielsen o.fl. Kaupmannahöfn: Levin, 1928, bls. 84-94.