Skírnir - 01.04.2009, Page 202
200
ÚLFAR BRAGASON
SKÍRNIR
W.P. Ker leit svo á að frásögn Islendinga sögu um Flugumýrar-
brennu jafnaðist á við lýsingu Njáls sögu af Njálsbrennu enda taldi
hann — eins og áður sagði — að frásagnarlist Sturlungu lyti sömu
lögmálum og frásagnir Islendingasagna.25 Sænski fræðimaðurinn
Peter Hallberg bar saman frásögn Islendinga sögu um Flugu-
mýrarbrennu og lýsingu Njálu á Njálsbrennu. Þótt hann viður-
kenndi að frásagnirnar lytu báðar sama hlutlæga frásagnarhætt-
inum þá hélt hann fram þeirri skoðun að á þeim væri grundvallar-
munur sem rekja mætti til þess að önnur væri sagnfræði en hin
skáldskapur. Þannig væri frásögn Islendinga sögu smámunasöm,
margbrotin, stundum ósamkvæm og persónulýsingar hennar
óljósari en í Njálu.2b Hallberg vildi m.ö.o. halda aðskildum þeim
frásögnum sem hann taldi byggjast á staðreyndum (rationalised
memory) og hinum sem byggðust á frásagnarhefð (traditionalised
memory). Þess vegna vildi hann ekki ganga lengra en viðurkenna
að Sturlunga vekti hugrenningatengsl við skeggöld og skálmöld
Völuspár.27 W.P. Ker hafði hins vegar talið að samtímaviðburðir
hefðu verið færðir í sameiginlegt minni (communal memory) í
samræmi við ráðandi mýtur samfélagsins — endalaus átök manna
með ólíkan vilja, sem sætu þó á sáttshöfði við og við.28
Bandaríski fræðimaðurinn Theodore M. Andersson sýndi
eins og kunnugt er fram á að Islendingasögur fylgdu gjarnan
svokölluðu ófriðar- eða hefndamynstri. Aðrir hafa bent á að
það sé einnig notað í samtíðarsögum og Andersson hefur fallist
á að t.d. frásögnin um Orlygsstaðabaradaga í Islendinga sögu,
þar sem Gissur Þorvaldsson og bandamenn hans ráða niðurlög-
um Sturlu Sighvatssonar og annarra Sturlunga, fylgi þessu
25 Ker. Epic and Romance, bls. 259.
26 Peter Hallberg. „Tvá mordbránder i det medeltida Island“, Gardar 7(1976):
25-45.
27 Peter Hallberg. „Sturlunga saga — en islándsk tidsspegel“, Scripta Islandica
34(1983): 11.
28 Sjá hugtakanotkun hjá ! Iaydcn White. „Catastrophe, Communal Memory and
Mythic Discourse: The uses of myth in the reconstruction of society", í Myth
and Memory in the Construction of Community (Series Multiple Europes 9),
ritstj. Bo Stráth, Bruxelles: Peter Lang, 2000, bls. 53-55; sjá ennfremur Ker.
Epic and Romance, bls. 252.