Skírnir - 01.04.2009, Page 212
210
ÚLFAR BRAGASON
SKÍRNIR
fram.“52 Gunnar Karlsson hefur talið að það toguðust á í Islend-
inga sögu tvö sjónarmið: siðaboð hetjuskaparins og friðarins.53
Söguhöfundur taki undir sáttaboðskapinn. Guðrún Nordal og
Ármann Jakobsson eru svipaðrar skoðunar, sagan fordæmi ófrið
og boði frið.54 Það má leiða að því líkur — svipað og Helgi Þor-
láksson hefur gert — að Sturla hafi tileinkað sér nýjar hugmyndir
eftir að hann gerðist konungsþjónn 1263 og farið að sjá fortíðina í
nýju ljósi.55 En það mætti eins segja að atburðirnir á Flugumýri
hafi fært honum heim sanninn um það að vargöldinni yrði að
linna — Flugumýrarbrenna hafi orðið að minningu um harmleik
— þjáningar sem voru þyngri en tárum tóku — atburður sem
mátti ekki endurtaka sig, en undir konungsstjórn fyndust í grasi
undursamlegar gullnar töflur „þærs í árdaga / áttar höfðu“.56
A.m.k. vísar sagan óbeint til goðsagna til að skerpa siðaboðskap-
inn og nálgast þannig að verða goðsagnfræðileg (mythistorical).57
Hin ógnarlega reynsla Ingibjargar Sturludóttur og annarra sem
lifðu af brennuna var reynslan sem leitaði skýringa. En með því að
sviðsetja bardaga og brennu á Flugumýri svo nákvæmlega sem
gert er í Islendinga sögu vekur sögumaður vorkunn og skelfingu
meðal áheyrenda/lesenda sinna og nær að gefa þessum tilfinning-
um útrás. Þannig veitir frásögnin þeim geðhreinsun og um leið
styrk til að halda lífinu áfram þrátt fyrir allt.
52 Ker. Epic and Romance, bls. 257. ,,[T]he Icelandic tragedy had no recon-
ciliation at the end, and there was no national strength underneath the disor-
der, fit to be called out by a peacemaker or a „saviour of society“.
53 Gunnar Karlsson. „Siðamat íslendingasögu", í Sturlustefna, bls. 206.
54 Guðrún Nordal. „„Eitt sinn skal hverr deyja“: Dráp og dauðalýsingar í Islend-
inga sögu“, Skímir 763(1989), bls. 54-94; Armann Jakobsson. „Sannyrði sverða:
Vígaferli í Islendinga sögu og hugmyndafræði sögunnar", Skáldskaparmál
3(1994): 42-78.
55 Helgi Þorláksson. „Sturla Þórðarson, minni og vald.“
56 Völuspá, bls. 33.
57 Sjá Joseph Mali. Mythistory: The making of a modern historiography, Chicago:
University of Chicago P., 2003, bls. 1-35.