Skírnir - 01.04.2009, Page 213
SKÍRNISMÁL
STEFÁN SNÆVARR
Frjálshyggjan, sjöunda plága ísalands
Hannesi svarað, Þorvaldur áminntur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson spyrðir mig, Pál Skúlason og Þor-
vald Gylfason saman í svargrein við aðskiljanlegum greinum okkar í
Skírni. (Hannes H. Gissurarson 2008). I grein sinni, „Osigur frjáls-
hyggjunnar?" gerir hann því raunar skóna að við séum hálfgildings
sósíalistar og þar með andsnúnir hinni ginnhelgu frjálshyggju.
Ekki verður sagt að Hannes bæti miklu við málflutning sinn, satt
best að segja endurtekur hann ýmsar af fyrri staðhæfingum. Fyrsta
skal fræga telja staðhæfinguna um Svíþjóð sem eigi að hafa dregist
efnahagslega aftur úr hinni helgu Ameríku. I fyrrnefnda landinu
myndu 40% heimila vera talin undir amerískum fátæktarmörkum,
aðeins 25% í því síðarnefnda (Hannes H. Gissurarson 2008: 485). Eg
hef séð þessar tölur hjá Fareed Zakaria, ritstjóra Newsweek, og geri
ráð fyrir að þeir vitni í sömu rannsókn. Ekki kæmi mér hið minnsta
á óvart að rannsóknin hafi verið framin af frjálshyggjuáróðursstofn-
un, en Hannes vitnar einatt fjálglega í slíkar rannsóknir. Það fylgir
sögunni að nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman segir að þessar
stofnanir reki starfsmenn sína miskunnarlaust ef þeir fari út af hinni
einu réttu hugmyndafræðilegu línu (Krugman 2007). Sé þetta satt þá
má spyrja sig að því hve mikið sé að marka rannsóknir þeirra. Hvað
um það, hvernig stendur á því að hvorki Hannes né Zakaria nefna
ungbarnadauða í þessum samfélögum? Þann þátt telja margir einn
besta mælikvarða sem völ er á um lífskjör manna. Er skemmst frá því
að segja að sú tíðni er miklu minni í Svíþjóð en í Bandaríkjum
Norður-Ameríku. Dánartíðnin í Bandaríkjunum er 6,37 af hverjum
1000 nýfæddum börnum, 2,76 í Svíþjóð (List of countries by infant
mortality rate 2005). Nefna má að hið frjálshyggjusinnaða tímarit
The Economist viðurkennir að Svíþjóð blómstri þótt hlutur ríkisins í
vergri þjóðarframleiðslu sé meiri en í löndum þar sem efnahagurinn
Skímir, 183. ár (vor 2009)