Skírnir - 01.04.2009, Page 214
212
STEFÁN SNÆVARR
SKÍRNIR
er í mun verri málum. Sænska ríkið hirðir 57% af vergri þjóðarfram-
leiðslu, hið franska 53%, hið þýska 47% og hið spænska 37%. í
ofanálag vinna hlutfallslega fleiri Svíar en Þjóðverjar hjá hinu opin-
bera. Samt blómstrar Svíþjóð, en hin þrjú ríkin eru á hausnum og það
þótt Spánverjar vinni mikið, meira en Frakkar og Þjóðverjar, og þarf
ekki mikið til (The Economist 2006: 5). Eða hvernig hefur Hannes
hugsað sér að útskýra þá staðreynd að Svíþjóð var kjörin fremsta
tækninýjungaland veraldarinnar árið 2003? En gott og vel, það er
sannleikskjarni í staðhæfingum hans um efnahagshnignun Svíþjóðar,
landið er ekki lengur næstríkasta land heimsins. Þessi staðreynd
skýrir þó ekki hvers vegna löndum eins og Danmörku og Finnlandi
hefur ekki hnignað efnahagslega, öðru nær. I þessum löndum er skatta-
prósentan jafnhá og sú sænska. Sé þetta rétt má velta því fyrir sér
hvort möguleg hnignun Svíþjóðar hafi orsakast af af-iðnvæðingu. Sú
þróun hefur líka bitnað á Bandaríkjunum, en athugið að Danmörk
og Finnland voru ekki ýkja iðnvædd og hafa því kannski átt auðveld-
ara með að laga sig að hinum eftir-iðnvædda nútíma en Svíþjóð og
Bandaríkin. Auk þess fóru fyrrnefndu ríkin illa út úr heimsstyrjöld-
inni síðari, en Svíar og Kanar stórgræddu á henni og fengu forskot á
aðrar þjóðir fyrir vikið. Nú saxast á það forskot.
Ur því minnst er á Bandaríkin: Hvernig stendur á því að Hannes
þrástagast á stefinu um að allt sé himnalagi í amerísku efnahagslífi?
Bókstaflega allt bendir til þess að landið hafi verið í efnahagshnign-
un síðustu þrjátíu og fimm árin. I fyrsta lagi vita allir sem dvalist
hafa vestra á síðustu árum að Bandaríkjamenn eru aftarlega á mer-
inni í mörgum málum, lítt farsímavæddir og borga enn með tékkum,
svo nokkuð sé nefnt. Símastaurarnir amerísku eru eins og bauta-
steinar yfir ameríska efnahagsveldinu. Löngu eftir að slíkir staurar
hurfu í Evrópu norðvestanverðri eru þeir enn notaðir vestanhafs.
Helsta útflutningsvara Bandaríkjanna á okkar dögum er dollarinn,
landið lifir á seðlaprentun (t.d. Sardar og Davies 2002). Eitt sinn
voru Bandaríkjamenn mestu bílaframleiðendur heims, en á síðari
árum hefur bílaiðnaði þeirra hnignað mjög og er nú að heita má á
hausnum. Bandaríkin eru skuldum vafin, bæði ríki og heimili,
sparnaður er að meðaltali enginn, gagnstætt hinu vonda velferðar-
ríki Þýskalandi. Þar nemur sparnaður 12 prósentum af tekjum
manna. I öðru lagi má velta því fyrir sér hvort auður Bandaríkjanna