Skírnir - 01.04.2009, Síða 223
SKÍRNIR FRJÁLSHYGGJAN, SJÖUNDA PLÁGA ÍSLANDS 221
afleiðingarnar? Jú, svínarí af verra taginu. Tiltekinn banki hafi lánað
fyrirtæki nokkru peninga til að kaupa hlutabréf í bankanum. Þetta
mun ekki hafa verið talið ólöglegt, allavega sá fjármálaeftirlitið ekki
ástæðu til að fetta fingur út í þetta athæfi þótt hér hafi verið á ferðinni
augljós innherjaviðskipti. Ragnar Onundarson segir svipaðar sögur
af „afrekum" útrásarherranna og segir eins og viðmælandi minn að
orsökin sé of lítið opinbert eftirlit með markaðinum (Ragnar Ön-
undarson 2008: 30-38). En nú geta menn eins og Þorvaldur og Hann-
es náttúrlega svarað með því að frjálshyggjufrömuðurinn Adam
Smith hafi verið á móti slíkri rekareiðastefnu (laissez-faire), hann hafi
viljað lögræði í heimi viðskipta. Það er vissulega rétt en rekareiða-
stefna heldur áfram að vera afbrigði af frjálshyggju þótt önnur af-
brigði kunni að vera skárri.
Svar mitt við ádrepu Hannesar er því það að hann ofmeti ágæti
markaðarins, áminning mín til Þorvalds sú að enginn geti verið bæði
frjálshyggjumaður og jafnaðarmaður. Báðir þurfa að endurskoða af-
stöðu sína.
Kominn er tími á alvarlegt uppgjör við frjálshyggjuna. Hún er
sjöunda plága Isalands, þjóðin er komin á kaldan klaka vegna ofur-
trúar á markaðinn.
Heimildir
Blanden, J., Gregg, P. og Machin, S. 2005. Intergenerational mobility in Europe
and North America. London: Centre for Economic Performance.
Cawhill, I. og Morton, J.E. 2008. Economic mobility: Is the American dream alive
and well? Sótt 12. desember 2007 á http://www.economicmobility.org/.
Duncan, G.J. o.fl. 1997. No pain, no gain? Inequality and economic mobility in the
United States, Canada and Europe. Poverty and economic inequality in in-
dustrialized Western societies (bls. 257-275). Ritstj. N. Keilmann, J. Lyngstad,
H. Bojer og I. Thomsen. Oslo: Scandinavian University Press.
Dunford, M. án árstals. Comparative economic performance, inequality and the
market-led remaking of Europe. Sótt 10. september 2008 á http://www.
geog.susx.ac.uk/research/eggd/ege/pdf/mdrg.pdf.
Ehrenreich, B. 2001. Nickled and dimed: On (not) getting by in America. New
York: Metropolitan Books.
Friedman, M. 1962). Capitalism and freedom. Chicago: Chicago University Press.
Gaulin, G. 2009. Gapet blir storre. Aftenposten innsikt, nr. 1.
Gray, J. 2002. False dawn: The delusions of global capitalism. London: Granta
Publications.