Skírnir - 01.04.2009, Blaðsíða 231
SKÍRNIR LIÐSFORINGJANUM BARST STUNDUM BRÉF 229
En í meðförum Kristmundar verður Grímur svo miklu meira en vond
aukapersóna. Honum tekst að laða fram fyrir lesandanum almúgamann-
inn sem brýst til metorða með góðra manna hjálp, heimsborgarann Grím
í Kaupmannahöfn sem fer aðrar leiðir en íslenskir samferðamenn hans.
Námsmaðurinn sem ílengist erlendis að loknu námi, leggur fyrir sig her-
mennsku, öðlast liðsforingjagráðu, stofnar fjölskyldu, fetar sig upp
metorðastigann í embættisveldinu en snýr ekki heim, drukknar í síki, fær
berkla eða gerist skáld eins og samferðamenn hans. En saga Kristmundar
af Grími er um leið saga um sjúklega heimþrá, þunglyndi, geðsveiflur,
hégóma og blankheit, sem öll einkenna lífshlaup þessa manns.
Efnistök Kristmundar eru að mestu til fyrirmyndar. Höfundur ger-
þekkir efnið. Það er nánast eins og hann sé að skrifa um gamlan vin.
Sumir vilja halda því fram að Kristmundur sé að bera blak af Grími en
það er ekki áberandi og alls ekki oft. Að þeim sem lesið hafa ævisögu
Þórðar Sveinbjörnssonar, æskuvinar Gríms, læðist ef til vill sá grunur að
Kristmundur dragi um of taum Gríms á kostnað Þórðar og það sama má
ef til vill segja um frásögnina af aftöku Agnesar og Friðriks og þátt Gríms
í því sakamáli. Þvert á móti fær maður skemmtilega persónulýsingu sem
fær mig alla vega til að sjá Grím fyrir mér sem mann sem væri gaman að
kynnast en afskaplega þreytandi að umgangast daglega. Því höfundi tekst
oftar en ekki á listilegan máta að tengja saman ólíkar heimildir sem segja
tvær ólíkar sögur. Bréf Gríms, einkum til systur sinnar á Bessastöðum, en
einnig til samferðamanna gefa ákveðna innsýn í hugarheim Gríms, en um
leið sýna dagbókarskrif dætra hans allt aðra mynd. Það er ljúfsárt að
fylgjast með hugarkreppu Gríms á árunum í Danmörku og hvernig heim-
þráin er að bera hann ofurliði, jafnframt því sem vandamálin við að flytja
til Islands sækja á hann. Dagbækur dætra hans birta mynd af manni mik-
illa geðsveiflna sem lifði í afar óhamingjusömu hjónabandi, án þess þó að
gera upp á milli þeirra hjóna.
Það sama má segja um gleðiárin á íslandi, þegar aðalpersónan er loks-
ins komin til fyrirheitna landsins fullur af eldmóði og umbótaviðleitni
sem þó virðist fyrirfram dauðadæmd. Frásagnir Kristmundar af jarðrækt-
ar- og garðræktartilraunum Gríms eru mjög athyglisverðar, af trjárækt
sem ber ekki sitt barr og tilraunum við að sá kúmeni og aspargus svo
dæmi séu tekin.
Eg er afskaplega hrifinn af greiningu Kristmundar á tíðarandanum.
Hann er mjög meðvitaður um stéttskiptingu 19. aldar og ólíka menning-
arkima þjóðfélagsins og tekst vel að lyfta fram þeim félagslegu vandamál-
um sem fylgdu því að tilheyra kjólaaðli konungs, bæði hér og erlendis.