Skírnir - 01.04.2009, Síða 237
SKÍRNIR
HÆTTULEGAR SMÁSÁLIR
235
tíma sem hann væri að lýsa, strauma og undirstrauma. Hann þyrfti m.ö.o.
að þekkja þau mótandi öfl sem gerðu einstaklinginn að barni síns tíma
(Georg Lucács, The historical novel, 1969 [1937]). Söguleg skáldsaga sem
ekki tekur mið af þessu verður bara eins og grímuball eða hlutverkaleik-
ir þar sem nútíma persónur fara í kyrtla og skikkjur, hengja á sig ýmiss
konar skildi, bönd og festar og drekka saman brennivín í nautshornum
áður en þeir drífa sig á einhverja Fjörukrána. Er Ofsi búningadrama af
þessu tagi? Sé að því spurt verður kannski jafnframt að segjast að allar
sögulegar skáldsögur reyna að sýna að höfundurinn hafi kynnt sér hið
sögulega tímabil sem hann skrifar um og segi frá því samkvæmt bestu vit-
und. Þetta er nánast aðalsmerki bókmenntagreinarinnar, hluti af samningi
lesanda og höfundar um hina sögulegu skáldsögu, segir norski bók-
menntafræðingurinn Anne Birgitte Ronning (Anne Birgitte Ronning,
Historiens diskurser, 1996). Höfundur sýnir þekkingu sína á tímabilinu
oftast með því að lýsa smáatriðum og efnislegum veruleika í daglegu lífi
fólks á öldum áður. Roland Barthes kallaði þetta „veruleikaáhrif" (Ro-
land Barthes, „On the reality effect in descriptions", Lillian Fiirst (ritstj.)
Realism, 1992). Ef höfundurinn getur ekki talið okkur trú um að hann
þrautþekki tímabilið sem hann er að lýsa, vitum við að hann getur heldur
ekki greint sundur aðalatriði og aukaatriði, meginstrauma og mótandi öfl
í lífi persónanna.
Það leikur enginn. vafi á því að Einar Kárason þekkir meginstrauma
Sturlungaaldarinnar og það er orðræða valdsins sem rennur eins og
rauður þráður gegnum Ofsa því að allar persónurnar mótast og lifa eftir
þeim leikreglum sem valdabarátta höfðingjanna setur þeim.
Sýnt eða sagt?
Anne Birgitte Ronning segir að það sem einkenni sögulegu skáldsöguna
umfram annað sé alltaf samræða milli sögu og samtíma. Sögulega skáldsag-
an er „málamiðlun um fortíðina“. Við þykjumst vita hvernig samtíminn er,
en vísunin til sögunnar er alltaf vísun til orðræðu um söguna, til þess úrvals
af atburðum sem sagnfræðin hefur varðveitt úr öllu kraðakinu. Af þessum
ástæðum kýs Anne Birgitte Ronning að kalla sögulegu skáldsöguna „mála-
miðlun um fortíðina" og í því felst sá skilningur að „hlutlægar staðreynd-
ir“ séu ekki til sem slíkar því að þá væri ekki hægt að miðla málum eða
semja um þær. Hvaða málamiðlun um fortíðina býður Ofsi okkur?
Allir ritdómararnir sem um þessa bók hafa fjallað tala um frásagn-
araðferð hennar, margröddun hennar, nútímalegt tungutak persóna og