Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Aðfangadagur mætti með magnaðri rísandi sól. Minnti á að senn tekur daginn að lengja og myrkrið víkur fyrir birtunni. Fram undan eru mót áranna. Árið 2021 kveður um leið og 2022 tekur við. Við þessi tímamót er gott að staldra við. Líta til baka og kíkja ofan í bakpokann. Hvað vil ég taka með inn í nýja árið? Hvað vil ég skilja eftir við veginn? Hvert stefni ég á komandi ári? Hvernig ætla ég að komast þangað? Það er hollt að íhuga hvað skiptir mestu máli í þessu lífi. Sjálf var ég minnt á það annan dag jóla. Sonur minn gleypti of stórt jarðarber sem fór ofan í kok og olli því að um stund náði hann ekki andanum og hefði getað kafnað. Gamla skyndihjálpin dugði að þessu sinni þar sem okkur foreldr- unum tókst að ná jarðarberinu út með því að slá á bak drengsins og nota Heimlich. Þetta andartak kenndi á harkalegan hátt hvernig fót- unum getur verið kippt undan okkur á svipstundu. Slysin gera ekki boð á undan sér. Á slíkri stundu erum við líka minnt á það að þegar upp er staðið er það öryggi barna okkar og ástvina sem skiptir öllu máli. Allur auður heimsins fölnar í samanburði við líf og heilsu barna okkar. „Líttu sérhvert sólarlag sem þitt hinsta væri það. Því að morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að,“ orti Bragi Valdimar Skúla- son. Fögnum sólinni, munum að lífið verður aldrei sjálfsagt og þökkum fyrir hvern dag. Við erum búin að skrá okkur á skyndihjálparnámskeið og erum að vinna úr deginum. n Líttu sérhvert sólarlag Kristbjargar Þórisdóttur n Bakþankar Gleðilegt nýtt ár Starfsólk Svefn & heilsu óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýr árs og þakkar öll viðskipin á líðandi ári. Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu LISTHÚSINU LAUGARDAL s. 581 2233 BALDURSNESI 6, AKUREYRI s. 461 1150 OPIÐ virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-16 UMBOÐSAÐILAR Húsgagnaval, Höfn í Hornafirði og Bara snilld, Egilsstöðum | svefnogheilsa.isBALDURSNES 6 – AKUREYRI VERSLUN & OUTLET – LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK UM FJÓRÐUNGUR LANDS- MANNA SEFUR Á DÝNU FRÁ SVEFN & HEILSU* *Samkvæmt könnun frá Gallup.Reykjavík • Mörkin 3 | Akureyri • Undirhlíð 2 Allt að 75% afsláttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.