Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 34

Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 34
Sumarið 1914 voru danskir landmælingamenn að mæla og kortleggja landssvæðið norðan Trékyllisheiðar. Voru þeir fyrst á Kúvíkum, en færðu sig svo inn að Kjós og tjölduðu við bæjarlækinn. Tjöldin voru tvö, var yfirmaðurinn í öðru en tveir menn í hinu tjaldinu, sem jafnframt var matreitt í. Þeir voru alla daga uppi um fjöll og firnindi, enda alltaf blíðviðri. Fengu þeir hesta að láni meðan þeir dvöldu þar, sem var um þrjár vikur. Nílsen (yfirmaðurinn) kom alltaf á hverju kvöldi heim og talaði við pabba og fékk mjólk að drekka. Svo fluttu þeir sig norður í Árnes. Þá skall stríðið á, og fóru þeir þá alfarnir af landi burtu. Eftir að séra Sveinn og frú Ingibjörg komu í Árnes, heimsótti það hvað annað prestsfólkið á Stað og Árnesi, því eins og kunnugt er, voru þær systur frú Ingibjörg og frú Margrét kona séra Guðlaugs. Alltaf voru það skemmtidagar þegar það var á ferð, það fór stundum margt saman og hvíldi sig og hesta undir heiðinni, hvora leiðina sem verið var að fara. Mátti segja að notið væri góðra gesta, því alltaf var tími frá störfum til að ræða við þá er að garði bar um málefni líðandi stundar, þó vitanlega börn og unglingar væru aðeins tilheyrendur svona álengdar, þá hefur þó margt fest í minni og síðar verið íhugað og metið. Þegar séra Guðlaugur hætti prestsskap á Stað lögðust þessar skemmtiferðir niður og var eftirsjá í því. En tímans hjól heldur áfram að snúast. Nokkru seinna fór að koma sundkennsla, fyrst í Hveravík á Selströnd, síðar á Svanshóli í Bjarnarfirði. Fóru ýmsir að norðan til að læra að synda. Þegar sundprófið var haldið, var fjölmennt á það og ekki fárast um þó veður væri ekki sem best og heiðin ill yfirferðar. Vitanlega voru veðurguðirnir stundum vinveittir ferðafólkinu, það var svona sitt á hvað eins og gengur. Þessar ferðir lögðust líka niður smám saman. Nú er eins og vitað er sundlaug á Klúku í Bjarnarfirði og Krossnesi í Árneshreppi og vegur til allra átta. Enn má geta þess, að eftir að síldarverksmiðjan var reist á Djúpuvík, voru tíðar ferðir yfir heiðina af fólki, sem kom með bílum til Hólmavíkur og var á leið norður í hrepp sumt af því, 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.