Strandapósturinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Strandapósturinn - 01.06.1974, Qupperneq 42

Strandapósturinn - 01.06.1974, Qupperneq 42
byggðir landsins, og er þetta næst elsta hús af þeirri gerð í Bæjarhreppi. Símstöðvarhúsið á Borðeyri er ári eldra, byggt 1911. „Forðabúrið“, eins og það var kallað í daglegu tali, eftir að húsið var byggt, er hið vandaðasta að gerð og hefur furðu lítið látið á sjá, þrátt fyrir háan aldur og er enn í fullri notkun, þó til annarra hluta sé. Fullfrágengið kostaði forðabúrið samkvæmt reikningi kr. 605,07. Arið 1913, þann 25. júní er á hreppsfundi samþykkt tillaga þess efnis að hreppurinn taki eitt þúsund króna lán til þess að auka með kornforðann. Það ár er kornforðinn aukinn úr 70 tunnum í 120 tunnur. Næstu ár virðist kornforðabúrið hafa verið rekið með svipuðum hætti og í upphafí og kornforðinn sá sami. Strax á fyrstu árum þess var sá háttur upp tekinn, að þeir sem fengu fóðurvöru þar, greiddu þær með sams konar vöru að haustinu og þannig voru fóðurbirgðirnar endurnýjaðar og því alltaf nýtt mjöl í forðabúrinu í vetrarbyrjun. Það kom oft fyrir, að bændur þurftu ekki á þessum kornforða að halda og var honum þá skipt upp til bænda og þeim gert að skyldu að greiða aftur með nýju mjöli, og mun hafa verið farið eftir skepnufjölda við þessi uppskipti. Samkvæmt hreppsfundargerð frá 12. febrúar 1918 er þar gerð samþykkt um að úthlutun úr forðabúrinu skuli framvegis fara eftir þörfum búenda að mati forðagæslumanna, en ekki eftir skepnufjölda. Eftir þessu að dæma virðist annar háttur hafa verið hafður á úthlutuninni fram að þeim tíma, en þessi tilhögun átti aðeins við þegar úthlutun fór fram vegna fóðurvöntunar. Eins og áður hefur komið fram var kornforði forðabúrsins 120 tunnur. Þó að þetta væri allnokkur varaforði, var hann ekki nægilegur þegar óvenju langvinn harðindi dundu yfir eins og veturinn 1920, er kallaður hefur verið snjóaveturinn mikli. Á hreppsnefndarfundi, er haldinn var að Bæ í Hrútafirði 1. maí 1920, samþykkir hreppsnefndin að taka víxillán í Landsbanka Islands að upphæð 9000,— krónur til þess að greiða með fóðurbæti og matvörur 100 tunnur, er hreppsnefndin hafði útvegað í apríl það ár, til þess að bæta úr yfirvofandi fóðurskorti. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.