Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 44
fundur haldinn að Bæ. Mættir voru 23 bændur. Var þar til
umræðu breyting á fyrirkomulagi á kornforðabúri hreppsins
og ráðstafanir þar að lútandi. Eftir talsverðar umræður kom
fram svohljóðandi tillaga frá Halldóri Jónssyni oddvita.
„1. Fundurinn er því samþykkur að með kornforðabúri
hreppsins, sem er allt að 120 tunnur mjöls, sé myndaður sjóður
er heiti „Fóðurbirgðasjóður Bæjarhrepps“ og skal hann standa
undir umsjón hreppsnefndarinnar eins og hér segir.
a) Útistandandi mjöl forðabúrsins samkvæmt skýrslu
hreppsnefndar um úthlutun síðastliðinn vetur hjá hreppsbú-
um og Verzlunarfélagi Hrútfirðinga sé innheimt við fyrstu
hentugleika með verði 20,— krónur tunnan hjá hreppsbúum
en 22-24,- krónur tunnan hjá Verzlunarfélagi Hrútfirðinga því
að það mjöl var nýtt, þegar skipti fóru fram.
b) Andvirði mjölsins sé lagt í trygga peningastofnun gegn
vöxtum en með þeim skilyrðum að meira eða minna af því
fáist útborgað þegar þörf krefur.
c) Hreppsnefnd skal heimilt að lána úr sjóðnum til fóður-
kaupa eða annarra nauðsynja þeim hreppsbúum er að áliti
forðagæslumanna og hreppsnefndar vanhagar um fóður og
sem ekki geta aflað sér þess á annan hátt gegn tryggingu í
búpeningi, en skylt skal þeim að endurgreiða sjóðnum slík lán
innan næstu júlímánaðarloka með 5% vöxtum.
d) Þótt svo fari að hlutaðeigendur noti ekki forðann til
skepnufóðurs er þeim eigi að síður skylt að greiða andvirði
hans í peningum.
e) Komi það í ljós að einhver hreppsbúa misnoti sjóðinn á
þann hátt að setja óvarlega á hey sín og þurfi því oft á láni að
halda án sérstakra ástæðna skal hreppsnefndin láta hann vita
að framvegis geti hann ekki vænzt meiri lána úr sjóðnum, en
honum ber að réttri tiltölu við aðra hreppsbúa eftir fénaðar-
tölu hans.
f) Reikningur yfir nefndan sjóð sé árlega gerður af hrepps-
nefndinni ásamt hreppsreikningum og lagður fyrir sýslunefnd
Strandasýslu.
2. Fundurinn felur hreppsnefnd Bæjarhrepps að íhuga,
42