Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 54
Taflmannaspilin með bláa bakinu
er sagt. Spil þessi seldust mikið á stríðsárunum, en þá var
fremur lítið um ^pil í verzlunum. Annars eru þau mjög
vönduð og vel gerð, en mörgum mun ekki hafa fallið, hvað
þau eru óvenjuleg. Á jókernum er hrókurinn. Utan á pökkun-
um er tígulkóngurinn annars vegar, en taflborðið hinum
megin. Á pakkaloki stendur: ,,C. F. Nielsen’s Playing Cards.
TOPPMANNASPILIN
Sá sem flettir Speglinum frá árunum 1926-1949 tekur strax
eftir því hvað skopmyndateiknun, „karikatur“, hefur legið létt
fyrir Tryggva. Líklega á árunum 1940-1949 hefur hann unnið
að því að teikna enn eina gerð af spilum. Þau eru af þeim
mönnum, sem þá voru á toppinum í íslenzku þjóðlífi. Ekki
vantaði nema herzlumuninn, að verkinu yrði lokið. Á jókern-
um átti að vera Jónas frá Hriflu, en af honum er engin
,,skissa“, því miður. Eins og á Fornmannaspilunum hefur
hann nú tvo menn á hverju spili, og eru drottningarnar einnig
af körlum, en að sjálfsögðu í viðeigandi búningum. Engar
52