Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 74
Jóhannes Jónsson:
Þjóðhátíðarferð
Föstudaginn 12. júlí síðastliðinn mætti hópur fólks úr
Átthagafélagi Strandamanna við Umferðamiðstöðina í
Reykjavík. Auðséð var, að langferð var fyrir höndum, því
mikill farangur, þar sem mest bar á viðlegubúnaði, hrúgaðist
upp við bifreiðastæðin. Menn heilsuðu hver öðrum og tóku tal
saman. Umræðuefnið var það sama hjá flestum, „Þjóðhátíð í
Vatnsfirði“, en þangað var ferðinni heitið.
Undanfarnar vikur hafði þessi ferð verið nokkuð rædd hjá
Átthagafélagsmönnum og þá helst til umræðu hversu lítið
samband var haft við Átthagafélagið af heimamönnum í
sambandi við þjóðhátíðina, gagnstætt því sem vitað var um
samvinnu átthagafélaga og heimamanna víða annarsstaðar á
landinu. Ennfremur voru óljósar fréttir um að inngangseyrir
yrði tvö þúsund krónur fyrir hvern einstakling, og töldu sumir,
að þarna væri ný Vestfjarðaáætlun í uppsiglingu, en aðrir
töldu að þarna kæmi fram kappgirni Vestfirðinga að vera
meiri en aðrir.
Bifreiðin renndi á stæðið og nú kepptust allir við að koma
farangri sínum í geymsluhólfln. Fararstjórinn Flaraldur Guð-
mundsson, rennsveittur og jakkalaus, stjórnaði með röggsemi
og leit eftir að allur farangur væri tekinn með. Þegar bifreiðin
kom á stæðið flýttu sér margir inn í hana til að velja sér sæti,
því það vita flestir, að það er ekki sama hvar setið er í bíl á
löngu ferðalagi. Allt fór þetta friðsamlega fram, helst urðu
innbyrðis deilur um hvort frúin eða eiginmaðurinn ættu að
sitja í fremra sætinu eða út við gluggann. Ferðagleðin ríkti í
72