Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 83
Tekið á móti Hrafna-Flóka.
inn vatnið. Allt í einu sást að Hrafna-Flóki gekk í framstafn og
sleppti hrafni, er hóf sig til flugs og flaug til lands, og nokkru
seinna lenti skipið. Hrafna-Flóki og menn hans voru komnir
að landi, og gengu með alvæpni á hátíðarsvæðið.
Veðrið hélst óbreytt, sólskin og næstum því blæjalogn, en þó
oftast örlítill súgur, sem varnaði því að mýið, sem mikið er af
þarna, varð ekki til teljandi óþæginda.
Eftir að mótsgestir höfðu snætt hádegisverð, var haldið upp
í hlíðina við pallinn stóra, sem áður er frá sagt. Kl. 13,30 hófst
lúðrablástur (Lúðrasveit Akraness). Því næst var hátíðin sett
af formanni hátíðarnefndar, Maríasi Þ. Guðmundssyni, og lýst
griðum. Því næst hófst fornmannaþáttur í ljóðum (þáttinn
samdi Hjörtur Hjálmarsson). Áhöfn víkingaskipsins gekk á
pallinn í fullum skrúða og flutti hver og einn þátt úr sögunni,
81