Fréttablaðið - 31.12.2021, Page 46

Fréttablaðið - 31.12.2021, Page 46
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is odduraevar@frettabladid.is Gísli Marteinn Baldursson, Haraldur Þorleifsson, oftast nefndur Halli í Ueno, leikarinn Bjarni Snæbjörns- son, pistlahöfundurinn Unnar Karl Halldórsson og þátttakendur í Bandamanna-námskeiði Stíga- móta fá hvatningarverðlaunin Karl- mennska ársins, . Þorsteinn V. Einarsson kynja- fræðingur, sem heldur utan um samfélagsverkefnið Karlmennsk- una, segir þá hafa sýnt mikilvægt fordæmi um jákvæða karlmennsku sem styður við jafnrétti og vinnur gegn misrétti. Um hundrað tilnefningar bárust. Þorsteinn og sérfræðingar í jafnrétt- ismálum fóru yfir þær og segir Þor- steinn marga hafa komið til greina. „Viðurkenningin snýst samt í raun ekki um einstaklingana sjálfa eða um þá sem einhverjar fyrirmyndir eða leiðtoga. Þótt þeir séu það að mörgu leyti. Hvatningarverðlaunin snúast fyrst og fremst um að vekja athygli á því sem þeir gerðu og hvernig þeir nýttu forréttindastöðu sína“, segir Þorsteinn en viðurkenn- ingunum fylgdi stuttur rökstuðn- ingur um hvernig þeir höfðu sýnt jákvæða karlmennsku í verki. Þorsteinn segir að sú hegðun sem þótti fordæmisgefandi fyrir aðra karla og þótti merki um jákvæða karlmennsku hafi tengst afstöðu gegn ofbeldi, líkt og kallað hafi verið eftir með byltingum líkt og #MeToo. Þorsteinn tekur fram að þótt þeir eigi afstöðu gegn ofbeldi sam- eiginlega þá sé um ólíka nálgun að ræða. „Unnar beitir til dæmis penn- anum fyrir sig með óhefluðum og algjörlega afdráttarlausum skrifum þar sem hann ber harða og jafn- vel íhaldssama karlmennsku sem virkar vel á ákveðinn hóp sem myndi kannski ekki endilega hlusta á mig eða femínískar konur. Á meðan Haraldur beitir fjárhagslegum for- réttindum sínum og brá þannig hlífi- skildi yfir þolendur og baráttufólk sem hótað var meiðyrðakærum.“ n Holdgervingar hollrar karlmennsku Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur AFGREIÐSLUTÍMI ÁRAMÓT Laugavegur 31. des. Gamlársdagur Opið allan sólarhringinn 1. jan. Nýársdagur Opið allan sólarhringinn Austurstræti 31. des. Gamlársdagur Opið 08:00-02:00 1. jan. Nýársdagur Opið 08:00-02:00 .................................... Viktoría Hermannsdóttir var kasólétt í vor þegar hún hóf leit að hvunndagshetjum fyrir nýjan sjónvarpsþátt. Hún fann hetjurnar og kláraði viðtöl við þær áður en sonur hennar kom í heiminn. Hún telur hetjusögurnar upp- lagðan innblástur á nýju ári en fyrsti þátturinn fer í loftið á sunnudagskvöld. toti@frettabladid.is „Það er komið að þessu. Heldur betur,“ segir dagskrárgerðarkonan Viktoría Hermannsdóttir um sýn- ingu þáttanna Hvunndagshetjur sem hún gerði kasólétt og rétt náði að klára áður en sonur hennar vildi komast í heiminn. „Addú framleiðandi og tökuliðið voru tilbúin að taka á móti en það kom ekki til þess. Ég gekk tvær vikur fram yfir og hefði alveg getað verið lengur að þessu,“ segir Viktoría og hlær. Þættirnir fjalla, eins og nafnið ber með sér, um venjulegt fólk sem hefur vakið athygli og hrifningu náungans fyrir óeigingjarnt starf í þágu annarra. Viktoría lýsti eftir slíkum hetjum í Fréttablaðinu í mars og sagðist þá telja víst að allir þekktu einhverjar hetjur. „Það var niðurstaðan. Við fengum endalaust af ábendingum um alls konar fólk og það bara er ótrúlega gaman að sjá greinilega hversu mikið er af góðu fólki þarna úti sem er að gera alls konar,“ segir Viktoría. Hún segist gjarnan viljað hafa fleiri hvunndagshetjur í þáttunum en stendur uppi með tólf mann- eskjur sem koma fram í sex þáttum. Tvær í hverjum. „Það eru nokkrir sem ég fékk bara yfir hundrað ábendingar um. Sama fólkið, þannig að það eru alveg ein- hverjir þarna sem hafa haft áhrif á líf margra, þótt það hafi ekki farið sérstaklega hátt.“ Feimnar hetjur Viktoría segir aðspurð að hetjurnar hennar séu það hlédrægar að aðeins hafi þurft að sannfæra þær um að vera með í þáttunum. „Ég held að flest hafi allavegana verið mjög hissa þegar við höfðum samband við þau,“ segir Viktoría og bendir á að fólk hafi vitaskuld ekki sjálft sent ábendingar um sig. „Þetta kom bara frá fólki í kring- um þau og flesta þurfti að sannfæra aðeins. Kannski ekkert mikið en þetta er kannski fólk sem er ekkert mikið að láta á sér bera. Allajafna. En við erum síðan náttúrlega með fólk í þáttunum sem hjálpar okkur svolítið að segja frá þeim. Þú kannski situr ekki sjálfur og segir „ég er frábær“. Þannig að við tölum við samferða- fólk og einhverja svona sem geta lýst þeim.“ Gangverk samfélagsins Viktoría segist telja fólk eins og það sem kemur fram í þáttunum í raun halda samfélaginu gangandi. „Að mörgu leyti erum við með samfélag sem sjálfboðaliðar halda gangandi með því að gera alls konar hluti hér og þar. Þetta er svona svo víða og ég held að samfélagið myndi ekki ganga án alls þessa fólks. Það er svo mikið af fólki sem er að gera óeigingjarna hluti og er ekki að ætlast til að fá neitt í staðinn. Gerir þetta bara til þess að bæta sam- félagið og það er svo fallegt.“ Gott veganesti Fyrsti þátturinn verður sýndur á RÚV á sunnudagskvöld og Viktoría segist trúa því að þeir séu fólki gott veganesti inn í nýtt ár. „Fá svona smá hlýtt í hjartað og líka svo fólk hugsi kannski hvað það sjálft geti gert til að stuðla að betra samfélagi. Ég held líka að það sé tilvalið fyrir fólk að fá svona í byrjun árs þegar allir eru að pæla einhvern veginn í hvernig þeir geti orðið betri mann- eskjur. Ég held líka að þetta gefi manni svo mikið að sjá einhvern veginn að maður sé að gera eitthvað gott fyrir aðra,“ segir Viktoría. „Sumir þarna eru bara að sinna vinnunni sinni. Gera það bara sér- lega vel og gera það einhvern veginn á þann hátt að eftir því er tekið og breytir einhvern veginn lífi ann- arra. Ég held að við getum öll tekið eitthvað svona aðeins til okkar.“ n Upplífgandi hvunndagshetjur Viktoría með Hermann Flóka sem var svo huggulegur að bíða tvær vikur fram yfir svo mamma gæti örugglega klárað að tala við Hvunn- dagshetjurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Ég held líka að þetta gefi manni svo mikið að sjá einhvern veginn að maður sé að gera eitthvað gott fyrir aðra. 42 Lífið 31. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.