Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 15

Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 15
1. Jóhann Jónsson, Jónssonar, Níelssonar á Grænanesi. Jóhann var bóndi á Svanshóli frá 1859 til æviloka 3. júlí 1879. Kona hans var Guðrún Stefánsdóttir frá Hrófbergi, Stefánssonar. Meðal barna þeirra var Anna kona Guðmundar Torfasonar á Drangsnesi. 2. Jón Jónsson, Sigmundssonar á Kleifum í Kaldbaksvík. Bóndi í Sunndal 1849 til 1855, húsmaður þar og í Goðdal 1855 til 1858. Bóndi á Svanshóli 1858 til æviloka 12. ágúst 1881. Kona hans var Jórunn Daníelsdóttir frá Stað, Hjaltasonar prests þar. Meðal barna þeirra voru Ingimundur á Bassa- stöðum og Guðrún, síðast í Reykjarvík, bæði barnlaus. Þau áttu fleiri börn, sem fluttu burtu. Goðdalur Goðdalur er nytjaður þetta ár, af Sigurði Gíslasyni í Bæ á Sel- strönd. Það ár 1866, er húskona í Goðdal Ingibjörg Pálsdóttir frá Kaldbak, Jónssonar. Dóttir hennar var Kristbjörg Róselía, átti Arngrím Jónsson í Reykjarvík. Sunndalur Þar bjó Ólafur Ólafsson, Ólafssonar, Bjarnasonar á Hellu á Selströnd. Var bóndi á Bakka, Klúku í Bjarnarfirði og Goðdal. Bóndi á Ósi og Fitjum unz hann fór til Vesturheims árið 1883. Fyrri kona Sólveig Hannesdóttir, Eyjólfssonar, úr Árnessýslu, en móðir Sólveigar var Ólöf Þorsteinsdóttir frá Kjörvogi. Meðal barna Ólafs og Sólveigar voru Ólafur í Norðurfirði og Elísa móðir Jónínu konu Gísla Þorleifssonar í Norðurf. Seinni kona Ólafs var Málfríður Jónsdóttir frá Miðdalsgröf, Jónssonar. Börn þeirra Jónína og Þorkell fóru til Vesturheims með foreldrum sínum. Skarð. Þar var tvíbýli. 1. Kjartan Guðmundsson, Guðmundssonar á Klúku í Bjarnar- firði. Bjó í Goðdal 1861 til 1864. Bóndi á Skarði 1864 til 1886. Var síðan við búskap og í húsmennsku á Ásmundarnesi og 13

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.