Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 18
Sigurlína, átti Guðlaug Guðmundsson (frá Borgum) á Efri—
Brunná í Saurbæ.
Gautshamar.
Þar bjó Guðrún Bjarnadóttir eldri frá Þórustöðum í Bitru,
Bjarnasonar. Guðrún var ekkja Sæmundar Björnssonar á
Gautshamri (en hann dó 6. júlí 1864). Meðal barna þeirra Sæ-
mundar voru Valdís, átti Finnboga Björnsson á Klúku í Miðdal,
Björn og Lýður fóru til Vesturheims (nefndu sig Líndal). Guð-
rún bjó á Gautshamri til 1870, en giftist síðan Jóni Bjarnasyni á
Þambárvöllum. Guðrún var seinni kona Sæmundar og einnig
seinni kona Jóns á Þambárvöllum.
Hafnarhólmur
Þar var tvíbýli.
1. Jón Eyjólfsson, Guðmundssonar í Miðdalsgröf. Bóndi á
Hafnarhólmi til æviloka 28. júli 1878. Var selaskutlari. Kona
hans var Steinunn Halldórsdóttir frá Sandnesi, Bjarnasonar.
Meðal barna þeirra var Halldór á Hrófá, faðir Magnúsar á
Hólmavík.
2. Jörundur Gíslason, Sigurðssonar (rika) í Bæ á Selströnd. Bjó
fyrst vestur í Dýrafirði. Bóndi á Hafnarhólmi frá 1844 til
æviloka 14. jan. 1884. Kona hans var Guðbjörg Jónsdóttir
prests í Dýrafjarðarþingum, Sigurðssonar. Meðal barna
þeirra var Jón Jörundsson á Reykjanesi, Ólöf og Guðrún á
Hafnarhólmi og Guðbjörg, átti Jón Sigurðsson á Reykjanesi.
Kleifar á Selströnd.
Þar bjó Torfi alþingismaður Einarsson dbrm. á Kollafjarðarnesi,
Jónssonar. Bóndi á Kleifum frá 1835 til æviloka 21. des. 1877.
Kona hans var Anna Einarsdóttir frá Fagranesi í Reykjadal,
Einarssonar. Dætur þeirra voru Soffia, átti Einar Einarsson á
Sandnesi og Guðbjörg, átti Eymund Guðbrandsson í Bæ á Sel-
strönd.
16