Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 22

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 22
fimm eða sex ára aldurs, eða þar til Sigfús faðir hans veiktist, en þá var Steingrímur tekinn til fósturs að Bæ í Hrútafirði, þar var hann til fullorðinsára. Veturna 1934-5 og 1935-6 er hann í Reykjaskóla. Þar endurnýjuðum við bernskuvináttu okkar því ég var þar einnig. Unglingsaldurinn er undarlegt fyrirbæri. Manneskjan sem blundaði undir áhyggjuleysi bernskuáranna rís nú úr sinni öskustó og kveður sér hljóðs. Steingrímur sem lært hafði orgelleik undir handarjaðri Ragnhildar Finnsdóttur í Bæ, sat nú löngum við píanóið og lék og samdi hvert lagið á fætur öðru. Þau hafa eflaust verið með nokkrum viðvaningsbrag, en það heyrðum við ekki skólasystkyni hans. Ég áleit að dálæti okkar og kynnin við Áskel Jónsson sem þá var söngkennari við skólann hafi verið sú lyftistöng sem hann þurfti til að brjótast áfram og verða þekktur tónlistarmaður. Nokkru eftir skólaveruna flutti hann til Patreksfjarðar og var lengi kirkjuorganisti þar. Hann giftist þar og eignaðist nokkur börn. Svo missti hann konu sína og flutti þá til Reykjavíkur. Mér er ókunnugt um önnur atriði ævi hans, ég frétti af honum af og til. Hann var kennari og söngstjóri á nokkrum stöðum og síðast á Húsavík. Hann skrifaði sögur undir nafninu Valur Vestan og barna- bókina „Blíð varstu, bernskutíð“ undir eigin nafni. Nokkur ljóð sá ég einnig eftir hann í tímaritum. En honum var sönglistin í blóð borin eins og ættfólki hans. Það var mikið sungið á Hvalsá, systkinin voru öll söngvin. Ég man, að þegar útvarpið var með „Danslög kvöldsins“ vikulega þá settust þau við tækið og hlustuðu á lagið sem var að ég held, ekki leikið nema einu sinni, rauluðu það svo saman strax á eftir, og — vips — Hallgrímur gat farið að æfa það á nikkuna. En það var um okkur Steina sem þessi pistill átti að fjalla. Við vorum merkilega uppátektarsöm, jafn hæglát og við vorum. Aldrei lékum við okkur með hinum krökkunum og var þó ekki mikill aldursmunur á okkur. Þau voru svo hávaðasöm og mikill gusugangur á þeim. 20

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.