Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 24

Strandapósturinn - 01.06.1978, Page 24
nú til fjalls. Við klöngruðumst upp grýttar brekkurnar og upp yfir brúnina fyrir ofan bæinn. Við vissum ekki um föður minn sem stóð þar yfir lambfénu. Hann, aftur á móti, fylgdist með okkur en gaf sig ekki fram. Svo þegar við vorum komin í hæfilega fjarlægð, rak hann upp ógurlegt öskur og líkti eftir bola. Það sagði hann að hefði verið kostuleg sjón að sjá kastið sem á okkur kom og ferðina á okkur þegar við endasentumst til baka eins hratt og fæturnir gátu borið okkur. Það mun hafa verið þetta vor sem Sigfús faðir Steina veiktist og varð að fara á spítala og hvað er þá hægt fyrir fátækan einyrkja, annað en treysta á hjálp góðs fólks til að sjá um börnin? Því var það að dag einn stóð ég í varpanum og sá litla leikfé- laga minn reiddan burt. Aldrei myndu þeir koma aftur, þessir sólbjörtu dagar, þegar við hvísluðumst á til að rjúfa ekki samspil náttúrunnar. En alltaf stendur hann mér fyrir hugskotssjónum, þar sem hann sat á klöppunum og hlustaði á ána syngja. 22

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.