Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 27

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 27
með honum yfir skrápinn þar til allar körtur voru slípaðar af honum, þá voru skæðin sniðin, bleytt upp og skórnir saumaðir á sama hátt og skinnskór, þessir skór entust illa og sérstaklega ef heitt var í veðri, einnig vildu þeir snúast og skælast á fótum ef þeir blotnuðu eitthvað að ráði. Roð af hlýra og stórum steinbít var stundum notað til skó- gerðar og þá helst á börn og unglinga, þetta mun þó ekki hafa verið gert nema í neyð, en því miður var oft sár vöntun á mörgu í þá daga, þessir skór voru kallaðir roðskór og entust einn dag eða svo. Grásleppuhvelja var stundum notuð til skógerðar, en það mun hafa verið mjög lítið um það. Þá var tekin hvelja af stórum grásleppum, skornir af henni kambar og misþykktir til að fá skæðin sem jafnþykkust og síðan var hún hert, þegar átti að gera skó úr henni var hún bleytt upp og skórnir gerðir á sama hátt og skinnskór. Þessir skór entust mjög illa, enda var grásleppuhvelja ekki notuð til skógerðar nema í sárustu neyð. f allar þessar gerðir af skóm voru notaðir íleppar, þeir voru mjög mismunandi að gerð, sumir einlitir, aðrir með röndum og enn aðrir með allskonar útprjóni og mjög skrautlegir. Rétt er að geta um enn eina gerð af skóm, en það voru skór úr hrosshári, hrosshárið var venjulega taglhár og spunnið allgróft, þvínæst voru prjónaðir leppar á stærð við skæði og síðan búnir til skór úr þeim, þessir skór entust ótrúlega vel, en að sjálfsögðu var ekki hægt að nota þá nema í þurrviðri. Það má nærri geta hvílik óhemju vinna það hefur verið þar sem margt heimilisfólk var, að gera því skó, en þegar svo þar við bættist að allir leðurskór voru bættir þegar göt komu á þá, stundum voru þessir skór svo illa farnir, að aðeins lítið haft undir holilinni hélt saman vörpunum, þá voru settar bætur framan og aftan við haftið og saumaðar upp í vörpin, en vörp var kallaður hringurinn utan með fætinum, sem ekki var gengið á. Bæturnar voru oft úr æs eða hæklum stórgripahúðar, er gengu af þegar húðin var sniðin niður í skæði. Það var mikið vandaverk að sníða húð niður í skæði, fyrst var sniðið niður á fullorðna fólkið og varð þá að taka tillit til ýmsra 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.