Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 27
með honum yfir skrápinn þar til allar körtur voru slípaðar af
honum, þá voru skæðin sniðin, bleytt upp og skórnir saumaðir á
sama hátt og skinnskór, þessir skór entust illa og sérstaklega ef
heitt var í veðri, einnig vildu þeir snúast og skælast á fótum ef
þeir blotnuðu eitthvað að ráði.
Roð af hlýra og stórum steinbít var stundum notað til skó-
gerðar og þá helst á börn og unglinga, þetta mun þó ekki hafa
verið gert nema í neyð, en því miður var oft sár vöntun á mörgu
í þá daga, þessir skór voru kallaðir roðskór og entust einn dag eða
svo.
Grásleppuhvelja var stundum notuð til skógerðar, en það mun
hafa verið mjög lítið um það. Þá var tekin hvelja af stórum
grásleppum, skornir af henni kambar og misþykktir til að fá
skæðin sem jafnþykkust og síðan var hún hert, þegar átti að gera
skó úr henni var hún bleytt upp og skórnir gerðir á sama hátt og
skinnskór. Þessir skór entust mjög illa, enda var grásleppuhvelja
ekki notuð til skógerðar nema í sárustu neyð.
f allar þessar gerðir af skóm voru notaðir íleppar, þeir voru
mjög mismunandi að gerð, sumir einlitir, aðrir með röndum og
enn aðrir með allskonar útprjóni og mjög skrautlegir.
Rétt er að geta um enn eina gerð af skóm, en það voru skór úr
hrosshári, hrosshárið var venjulega taglhár og spunnið allgróft,
þvínæst voru prjónaðir leppar á stærð við skæði og síðan búnir
til skór úr þeim, þessir skór entust ótrúlega vel, en að sjálfsögðu
var ekki hægt að nota þá nema í þurrviðri.
Það má nærri geta hvílik óhemju vinna það hefur verið þar
sem margt heimilisfólk var, að gera því skó, en þegar svo þar við
bættist að allir leðurskór voru bættir þegar göt komu á þá,
stundum voru þessir skór svo illa farnir, að aðeins lítið haft undir
holilinni hélt saman vörpunum, þá voru settar bætur framan og
aftan við haftið og saumaðar upp í vörpin, en vörp var kallaður
hringurinn utan með fætinum, sem ekki var gengið á. Bæturnar
voru oft úr æs eða hæklum stórgripahúðar, er gengu af þegar
húðin var sniðin niður í skæði.
Það var mikið vandaverk að sníða húð niður í skæði, fyrst var
sniðið niður á fullorðna fólkið og varð þá að taka tillit til ýmsra
25