Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 85
Hermann Búason:
„Betri þóttu
handtök
hans . . .“
Kostur er það við ellina, þegar óhægt gerist um ferðalög, að
hægt er að láta hugann reika um fjarlæga staði og bæði aftur í
tímann, og til framtíðarinnar einnig.
Oft verður mér hugsað til liðinna æskuára, gamalla atvika,
sem voru krydd lífsins á þeirri tíð.
Það skaðar víst engan þótt ég rifji upp eitt atvik frá æskuárum
mínum.
Það var fyrir tæpum sex áratugum. Þá bjuggu á Kollsá í
Hrútafirði heiðurshjónin Valdís Brandsdóttir og Tómas Jóns-
sons. Þau áttu mörg og mannvænleg börn, sem öll voru upp-
komin, er þessi saga gerðist. Kollsárheimilið var mannmargt í
þann tíð, um tuttugu manns, með vinnufólki og mönnum er
voru þar tíma og tíma.
Vor eitt var þar maður er Þorvaldur hét, Jóhannesson, að rista
ofan af. Skammt frá flaginu, sem hann vann í voru kýrnar á beit.
Griðungur, fullvaxinn, gekk með kúnum. Valdimar, yngsti
sonur þeirra hjóna, var heima um eða yfir tvítugt. Allt í einu
verður Valdimar litið til kúnna og sá þá að nautið er búið að
koma Þorvaldi undir sig og hamast þar. Brá hann skjótt við og
83