Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 86

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 86
hljóp niður túnið að bola, þar sem hann þjarmaði að Þorvaldi, og voru báðir blóðugir. Náði Valdimar föstu taki með annarri hendi í miðsnesinu á tarfinum, en á eyra hans með hinni og sneri hann niður, svo lappirnar sneru upp. Dasaðist griðungurinn brátt og teymdi Valdimar hann á miðsnesinu heim í fjós og þar mátti tuddi dúsa, þar til honum var slátrað. Af Þorvaldi er það að segja, að hann varð að fara í rúmið en ekki voru meiðsli hans talin alvarleg. Þorvaldur var sterkur maður og vel gefinn, en hann var ákafur að verki sínu og uggði ekki að sér fyrr en tarfurinn réðist á hann. Það mun ekki á margra færi að fara á móti mannýgu nauti og snúa það niður. En hér fór saman hugrekki og karlmennska. Valdimar býr nú í Kópavogi og býr til tauma, múla og beisli á hesta, og þykja allir hlutir er hann lætur frá sér fara vandaðir, eins og hann er sjálfur. Hann varð 80 ára 12. janúar sl. og enn er hann beinn í baki, léttur í spori og hress í anda. 84

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.