Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 16
að semja reglugerð fyrir skólann og hlutu kosningu: Oddur
Jónsson læknir, séra Arnór Árnason, Guðjón Guðlaugsson
alþ.m., Grímur Ormsson búfræðingur og Sigurgeir Ásgeirsson.
Frumvarp til reglugerðar fyrir unglinga- og barnaskóla
Kirkjubólshrepps á Heydalsá, sem þeir Oddur læknir, séra
Arnór og Sigurgeir Ásgeirsson höfðu samið, var lagt fram á fundi
á Smáhömrum 19. janúar 1897, þar sem mættir voru allir bú-
endur Kirkjubólshrepps og var það samþykkt með óverulegum
breytingum. Ályktaði fundurinn að þeir Björn Halldórsson, Jón
Jónsson og Daði Bjarnason skyldu hafa á hendi störf skóla-
nefndar skólans til næstu vorhreppaskila. Þeir þremenningar
hafa því skipað fyrstu skólanefnd Heydalsárskólans og var Björn
formaður nefndarinnar.
Skv. fundargerðarbók skólanefndar virðist Björn hafa verið
formaður nefndarinnar lengst af frá 1897 til 1920, en þó var
Grímur Benediktsson á Kirkjubóli formaður eitt ár 1900—1901
og séra Arnór Árnason í líklega 3 ár 1901—1904.
Árið 1920 tekur Guðbrandur Björnsson á Heydalsá við starfi
formanns skólanefndar. Aðrir skólanefndarmenn fram til 1920
voru:
Jón Jónsson Tröllatungu,
Daði Bjarnason Geststöðum,
Guðmundur Bárðarson Kollafjarðarnesi,
Grímur Stefánsson Húsavík,
Grímur Benediktsson Kirkjubóli,
séra Arnór Árnason Felli,
Jón Guðmundsson Þorpum og
sérajón Brandsson Kollafjarðarnesi.
Skólastarfsemin
Fyrsti kennari skólans var Sigurgeir Ásgeirsson og gegndi
hann því starfi í 14 ár. Honum til aðstoðar var um tíma systir
hans Ragnheiður Ásgeirsdóttir. Þegar Sigurgeir lét af kennslu
tók Guðbjörg Björnsdóttir húsfreyja á Heydalsá við barna-
kennslunnj og gegndi því starfi þar til hún lést 1917, en Krist-
14