Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 62
Stabhættir á Norðurlöndum og ferðir víkinga
Staðhættir á Norðurlöndum, fjöldi eyja, fljóta og fjarða,
stuðluðu öðru fremur að því að ala upp góða sjómenn. Frábær
kunnátta í skipasmíðum og siglingalist var góður undirbúningur
fyrir afrek víkingaaldar.
Víkingar fóru um önnur lönd, ekki aðeins sem ófriðarmenn
heldur einnig sem landnemar á hnotskóg eftir jarðnæði og
kaupmenn í leit að auðæfum. Víkingar herjuðu víða, meðal
annars í ríki Karls mikla í Frakklandi og stofnuðu þar hertoga-
dæmið Normandí. Þeir börðust við Elfráð ríka í Englandi og
herjuðu á hið heilaga frland. Sænskir víkingar leituðu mikið
austur fyrir Eystrasalt til Rússlands og sigldu eftir fljótum víðs-
vegar um Rússland. Danskir víkingar herjuðu mikið á England
ásamt öðrum Norðurlandamönnum.
f Noregi varð snemma skortur á góðu landrými og leiddi það til
landnáms eyjanna í Atlantshafi. Valdastreita, fátækt og land-
þrengsli —allt þetta rak þá í víkingaferðir. Á tveimur öldum
fundu og námu norrænir menn flestar byggilegar eyjar milli
Norðurlanda og Norður-Ameríku. Þeir höfðu þegar fyrir árið
800 búist um á Hjaltlandi og Orkneyjum og á fyrri hluta níundu
aldar voru þeir á írlandi. Á seinni hluta aldarinnar fundu þeir
Færeyjar og ísland. Fyrir árið 1000 hafði Eiríkur rauði forystu
um landnám á suðvestanverðu Grænlandi og frá þessu skóglausa
landi fannst Labrador og Nýfundnaland. Norður frá því var
Helluland, en Vínland í suður. Segja má að víkingar hafi komist
ýmist sem landnámsmenn, kaupmenn eða ófriðarmenn í næst-
um því hvert heimshorn sem þá var þekkt. Þeir beindu skipum
sínum frá Norðurlöndum vestur með ströndum Vestur-Evrópu
gegnum Njörvasund og inn á Miðjarðarhaf, þeir heimsóttu
Ítalíu, Spán Marokkó, Egyptaland og landið helga.
Orkneyjar og Hjaltland eru sennilega fyrstu svæðin sem
numin voru af Norðurlandamönnum. Nokkru síðar Færeyjar og
ísland. Landnám fslands hófst upp úr 870 og fólksflutningar
hingað héldu áfram til 930, en þá var líka mest allt byggilegt
land numið.
Saga íslands sýnir hversu Norðurlandamenn á víkingaöld