Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 66
að leggja hesta í grafir dauðra. Hinir smávöxnu, harðgerðu
hestar urðu snemma nokkuð margir á íslandi. Lífsskilyrði þeirra
voru hér ágæt og því tiltölulega ódýrt að láta hina dauðu hafa
fararskjóta í sína hinstu för.
Þegar þar var samykkt á Alþingi árið fOOO að kristni skyldi
vera trú landsmanna, lögðust heiðnir grafsiðir niður. Óðinn, Þór
og Freyr og annað Ásakyn þokaði nú smámsaman fyrir Kristi.
Islenska kirkjan var þó ekki skipulögð fyrr en með fyrsta bisk-
upnum ísleifi Gissurarsyni sem vígður var árið 1056. Með
stofnun biskupsstóls í Skálholti má líta svo á að lokið sé vík-
ingaöld á Islandi.
Lokaorð
Sagan af landnáminu á Islandi er skráð um 1120—30 í Is-
lendingabók Ara prests Þorgilssonar ásamt fyrsta skeiði byggðar
í landinu. Einnig í Landnámabók sem margir lögðu hönd að, svo
og íslendingasögur.
Ekki leikur vafi á að meginatriði hinna rituðu heimilda um
fund og fyrstu byggð á íslandi hafi við rök að styðjast, því
fornleifarannsóknir síðari tíma sanna að ísland hafi byggst um
miðja víkingaöld.
Það mun hafa ráðið miklu um landnám Islands að frá hinu
ofsetna heimalandi, Noregi, vildu margir komast til eyjarinnar í
Atlantshafi þar sem nóg landrými var fyrir alla á þeim tíma.
Kristnir trúboðar komu með latneska stafrófið til Norðurlanda
laust fyrir 1000. Áður notuðu Norðurlandabúar sameiginlegt
stafróf allra germanskra þjóða, rúnirnar eða fuþark, eins og
rúnastafrófið er oft kallað eftir röð fyrstu sex rúnanna.
Bókmenntir víkinga eru fjölbreyttar hetjubókmenntir og
endurspegla drenglyndi, staðfastleik og grimmd hinna norrænu
þjóða á víkingaöld.
Frjálst þjóðveldi á íslandi hélst til 1262 þegar Noregskonungi
tókst að ná því marki að gera íslendinga sér háða. Hinu forna
stjórnarfyrirkomulagi var þá lokið, en minningin um það lifði og
á okkar dögum eru Þingvellir frelsistákn í augum Islendinga,
afkomenda víkinganna. Staðurinn og saga hans er þeim hvöt til
64