Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 86
verzlunarstjóra, Jón Finnsson, sem var uppalinn í héraðinu og
þekkti þarfir þess og hvern mann. Hafði því góða aðstöðu til
áhrifa. Mátti með réttu segja að báðir fyrirsvarsmenn stofnan-
anna, þeir Guðjón Guðlaugsson og Jón Finnsson beittu vopn-
unum nokkuð djarft stundum á uppvaxtarárum félagsins og
veitti ýmsum betur, þótt til stórátaka kæmi ekki. Gerði hver það
sem hann gat til að ná verzluninni til sín og urðu þeir smám
saman fleiri sem vildu verzla við kaupfélagið, en ýmsar ástæður
lágu til þess að sumir verzluðu bæði við kaupfélagið og kaup-
manninn. Aðrir aðeins við kaupmanninn.
Eftir 1922 var talsverður meiri hluti af verzlun héraðsins
gengin undir félagið. Eftir að R.P. Riis dó var verzlunin rekin i
sama stíl til 1928 að hún var seld Jóhanni Þorsteinssyni frá
ísafirði. Um afstöðu hans gagnvart kaupfélaginu er ekkert sér-
stakt að segja. Hver vann eftir getu. Verzlun Jóhanns Þorsteins-
sonar fór minnkandi, þá var kreppa og kreppuuppgjör hjá
bændum og margt óhagstætt. Svo fór að kaupfélagið keypti hús
og mannvirki Riisverzlunar, kaupsamningur dagsettur 23. júlí
1937.
3. Pöntunarfélag Dalamanna
Eftir að Þingeyingar stofnuðu kaupfélag 1882 reyndu fleiri
héruð að fara í slóðina þar á meðal Dalamenn undir forustu hins
ágæta áhugamanns Torfa Bjarnasonar skólastjóra í Ólafsdal.
Breiddist það yfir alla Dalasýslu og víðar. Það var aðeins
pöntunarfélag.
Haustið 1890 fór séra Arnór Arnason á Felli í Kollafirði um
norðurhluta Strandasýslu og stofnaði deildir í Dalafélaginu í
öllum hreppum Strandasýslu og kom pöntuð vara næsta vor til
Norðurfjarðar, Skeljavíkur og Borðeyrar. Gegn henni var tekin
ull, þótt erfitt væri, þar eð ekkert hús var til á viðkomandi
stöðum til notkunar við þá framkvæmd.
Árið 1891 var byggt skýli á Skeljavík torfhús með timbur-
göflum, þar var ull pökkuð og afgreidd vara, sem ekki var tekin
strax og hún kom á land. Aðalgjaldeyrinn var lifandi sauðfé.
Sauðir og veturgamalt, sem rekið var til Borðeyrar og þaðan flutt
84