Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 87
til Bretlands. Eftir 1896 varð að slátra fénu strax í höfn í Bret-
landi, lækkaði þá verðið. Þó var fé flutt út lifandi síðast árið
1900.
4. Uþphaf verzlunar á Hólmavík
Eftir 1880 var verzlun á Skeljavík aðeins Clausensverzlun, sem
hafði fastar verzlanir á Isafirði og Borðeyri, sem áður er sagt.
Utan 1884 kom lausakaupaskip frá P. Thorsteinsson á Bíldudal.
Verzlunarstjóri á Skeljavík var ungur maður R.P. Riis að nafni,
danskur að ætt alinn upp á ísafirði. Þegar Clausen dó og verzl-
anir hans voru seldar keypti Riis Borðeyrar- Skeljavíkur-
verzlanir. Héldust þær óbreyttar að öðru en því að Skeljavíkur-
vörur voru afgreiddar frá Borðeyri fyrir ísafjörð áður.
Eftir að Hólmavík var löggiltur verzlunarstaður 3. janúar
1890, með batnandi afkomu fólks, kom fram áhugi fyrir því að
byggt yrði á Hólmavík. Samt komst það ekki strax í verk.
Sumarið 1894 auglýsti Riis í lok sumarkauptíðar að hann
verzlaði ekki oftar á Skeljavík, menn yrðu að útvega sér verzlun
annars staðar. Voru þá sendir þrír menn, þeir séra Arnór Árna-
son, Felli, Guðmundur Bárðarson, Kollafjarðarnesi og Magnús
Magnússon, hreppstjóri á Hrófbergi, til að semja við Björn Sig-
urðsson kaupmann í Skarðsstöð, síðar bankastjóra, um verzlun
og byggingu á Hólmavík. Samdist að Björn verzlaði á Hólmavík
og byggði á næsta ári. Þó skyldi það ekki teljast samningsrof þótt
hann gæti ekki byggt fyrr en 1896. Þar á mót skyldi hann fá alla
verzlun á Hólmavík sem ekki tilheyrði Pöntunarfélagi Dala-
manna. Björn byggði svo bráðabirgðaskúr haustið 1895 til
verzlunar og vörugeymslu. Hvort R.P. Riis hefur fundist hann
missa spón úr aski sínum er ekki ljóst, en sama haustið lét hann
mæla sér út byggingarlóð á Hólmavík. Þá treysti Björn sér ekki í
samkeppni við hann, kunnugan og vel þekktan mann. Seldi
hann því Riis hús og vörubirgðir frá 1. janúar 1896. Byggði Riis
svo sama sumar og var einn um hituna, nema pöntun í félagi
Dalamanna blómgaðist og fór vaxandi þrátt fyrir mikla örðug-
leika.
85