Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 122
værum ekki sáttir við að skilja þær eftir, og vera búnir að hafa
svona mikið fyrir þessu. En við því var víst ekkert að gera.
Er við vorum komnir niður í miðja hlíðina, þá var okkur litið
upp í klettana sem kindurnar voru, ætluðum við þá ekki að trúa
okkar eigin augum, því allt í einu hendast kindurnar af stað
norður eftir hillunni, og var engu líkara en rekið væri á eftir
þeim. Hlupu þær norður úr hillunni í gegnum Skarðið og hurfu
okkur sjónum. Við snerum strax við, og er upp í Skarðið kom
sáum við hvar þær stóðu niður í hlíð, og var engu líkara en
haldið væri að þeim. Við tókum það til ráðs að reka kindurnar
niður í fjöru og reyna að handsama þær þar. Okkur tókst að
koma þeim að kletti í fjörunni, en þá stukku þær í sjóinn. Við
hlupum þá í sjóinn á eftir þeim, og tókst okkur að handsama
þær. Töluvert brim var og því erfitt að halda við kindurnar enda
stóðum við í sjónum upp í klof. Upp í fjöruna komum við þeim
samt. Við höfðum tekið með okkur bönd, og bundum við þær
saman svo engin hætta væri á að missa þær. Nú áttum við erfitt
verk fyrir að koma kindunum yfir Skörðin. Okkur kom saman
um að fara neðsta Skarðið, svonefnda Signýjargötu. Tókum við
nafni sitt lambið hvor á herðarnar og lögðum af stað upp í
Skarðið; það var erfið ganga, lömbin þung úr sjónum og á
brekku að sækja. Að austanverðu er mjög bratt niður úr Skarð-
inu á að giska áttatíu til hundrað metrar niður í fjöru. Við
bundum lömbin við stein í fjörunni. Fórum við svo norður yfir
aftur. Var Kristinn þá kominn með kindurnar sem eftir voru
upp undir Skarðið, og hafði getað rekið þær í bandinu. Við
fórum með þær niður í fjöru og bundum hjá hinum kindunum.
Okkur fannst þetta hafa gengið með ólíkindum vel fyrir sig, og
vorum við ekki frá því, að okkur hafi verið hjálpað. Við hvíldum
okkur góða stund í fjörunni enda blautir og nokkuð þreyttir.
Farið var að dimma nokkuð, þegar við nafni lögðum af stað
með kindurnar. Kristinn dokaði eitthvað lengur við, og vorum
við komnir nokkuð inn með Skörðunum þegar hann lagði af
stað. Fjaran þarna er erfið yfirferðar, stórgrýtt og hál. Eins og
áður sagði var orðið dimmt, en tunglið lýsti samt nokkuð. Okkur
120
J