Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 141
dráttar en varast að svara sigmanni með því að taka í línuna fyrr
en allir væru viðbúnir til dráttarins.
í þetta sinn, er hér um ræðir, var logn og sólarhiti, og höfðu
línumenn allir, nema sá er línunnar gætti, gengið kippkorn frá
brúninni og lagt sig þar í grasbrekku og sofnað, því oft voru
menn þreyttir og syfjaðir við þetta starf; vinnudagur oft langur
og erfiði mikið við að draga upp fyglinginn, bera egg eða fugl
langa leið til bæjar og kjaga síðan upp aftur. Notuðu menn því
hvert tækifæri til hvíldar sem gafst. Nú vildi svo til, að gæslu-
maður línunnar var óvanur og enda þótt honum hefðu verið
rækilega skýrðar þær reglur, sem þarna giltu, varð honum samt á
sú alvarlega yfirsjón, að hann tók þegar á móti í línuna, er hann
varð þess var að kippt var í hana að neðan. Gætti þess ekki að
kalla fyrst til félaga sinna og bíða uns þeir kæmu honum til
hjálpar við dráttinn. Þegar nú fyglingurinn fann að tekið var í
línuna uppi taldi hann, sem vænta mátti, að allir væru viðbúnir
uppi og sparn sér þegar frá bjarginu, en þá brá svo við, að ekki
var byrjað að draga upp, og svo náði hann ekki aftur hillunni, er
hann hafði verið í, því bjargið fyrir ofan hann slútti framyfir sig
og hann ekki spyrnt sér nægilega vel frá til þess, að hann næði
hillunni aftur. Dinglaði hann nú þarna í lausu lofti með hengi-
flugið fyrir neðan sig. I fyrstu hélt hann að þetta yrðu aðeins
nokkur augnablik, meðan mennirnir á brúninni væru eitthvað
að hagræða sér, en þegar hann fór að smá síga skildist honum
fljótt hver alvara var þarna á ferðum.
Nú er að segja frá brúnarmanni. Vafalaust hefur honum fljótt
skilist sín mikla yfirsjón er hann fann þunga línunnar, er þegar lá
við að kippti honum fram yfir brúnarhjólið, er hann sat aftan við
og hafði sér til viðspyrnu. Með ýtrustu kröftum tókst honum þó,
stutta stund, að halda mót þyngslunum og æpti á hjálp félaga
sinna eins og kraftar leyfðu, sem þó kom ekki að neinum notum
og hefur smágola getað hamlaö því að köll hans heyrðust. Er þar
skemmst frá að segja, að kraftarnir þrutu skjótt, þótt maðurinn
væri vel hraustur. Kom því svo, að línan tók að smjúga um lúkur
hans, fyrst hægt, svo örar og örar uns skinnið fór að fleiðrast og
139