Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 35

Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 35
Mér var óljúft að sitja heima þó illa viðraði svo við Óli lögðum af stað Bala sem alltaf var neyðarúrræði. Fórum við að heiman seinni hluta dags. Var ákveðið að gista í Veiðileysu og taka fjöruna fyrir Byrgisvíkurkleif. Áðum við í Kolbeinsvík, drukkum kaffi hjá því greiðafólki en héldum svo óðar af stað áleiðis að Kaldbak. Þar bjó Guðjón Jónsson, frændi minn. Vorum við þar strax drifin inn og sett að matborði. Þegar hann heyrði um ferðir okkar var hann þegar staðinn upp, kallaði á son sinn, sér til fulltingis, og sagðist mundi skjóta okkur út fyrir Kaldbakskleif en á meðan hann hefði bátinn tilbúinn skyldum við láta þreyt- una líða úr okkur. Þetta var að öllu sá mesti greiði sem hægt var að veita hálfuppgefnum unglingum. Að nýju lögðum við land undir fót og héldum að Eyjum, þar sem við fengum góða gist- ingu, og urðum hvíldinni fegin. Morguninn eftir héldum við sem leið liggur að Asparvík. Þar áttum við góðu að mæta hjá Guð- rúnu, föðursystur minni, og manni hennar, Jóni Kjartanssyni, þeim sæmdar- og greiðahjónum, ásamt þeirra prúða og mann- vænlega barnahóp. Stóðum við það lengi við í Asparvík að í myrkri lentum við um kvöldið í næsta næturstað sem var á Bakka hjá Júlíönu Guðmundsdóttur, sem einnig var föðursystir mín. Við vorum alveg uppgefin því færðin var hin versta. Tóku þau hjón okkur tveim höndum og hvíldumst við vel um nóttina. Andrés, maður Júlíönu, fylgdi okkur yfir Bjarnarfjarðarháls þar til við sáum bláan Steingrímsfjörð blasa við sjónum okkar og stefnu að Sandnesi. Þar börðum við þrjú högg á bæjarhurð, sem venja var, og óðar kom bóndinn, Sigvaldi Guðmundsson, út. Hann var öllum ferðamönnum að góðu kunnur fyrir eindæma hjálpsemi og gestrisni, sem og kona hans, Guðbjörg Einarsdóttir, sem ekki lét sitt eftir liggja þegar taka þurfti á móti mönnum, þreyttum og illa til reika, og fljótt þurftu við greiða og aðhlynn- ingar. Hvar sem ég kom á þessum slóðum naut ég föður míns, sem öllum hafði að góðu kunnur verið. Þarna hvíldum við okkur góða stund og þáðum góðgerðir. Húsbændurnir töluðu við okkur um heima og geima, svo sem við værum eldri að árum en við reyndar vorum. Þeim lét vel að fræða gesti sína. Síðan flutti Sigvaldi okkur yfir fjörðinn, í Borgirnar. Þökkuðum við þar næst 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.