Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 36

Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 36
fyrir okkur, kvöddum og héldum svo að Ósi, þangað sem ferðinni var heitið. Dagsbirta var stutt á þessum árstíma en Óla langaði til að komast eitthvað áleiðis til baka. Var okkur vel tekið af þeim hjónum, Gunnlaugi og Mörtu Magnúsdóttur. Við vorum blaut í fætur eins og þá var venjulegt. Sokkar okkar voru þurrk- aðir og urðum við þá sem ný af nálinni. Að aflokinni máltíð var Óli fluttur yfir fjörðinn, áleiðis til baka heim á leið og skildi þar með okkur að sinni. Námskeiðið var byrjað svo Marta, sú væna kona, tók að tygja sig til ferðar með mig út á Hólmavík svo ég nyti að fullu morgundagsins. Ljós voru í gluggum á staðnum þegar þangað var komið. Marta fór beina leið að húsi því sem námskeiðið var í og kom mér á framfæri við kennslukonuna, sem var Guðrún Ólafsdóttir frá Reykjarfirði við Isafjarðardjúp. Hafði hún lært í Noregi og síðar er heim kom víða haldið námskeið við góðan orðstír uns hún gifti sig og heimilið varð hennar starfsvangur, eins og þá tíðkaðist og vel þótti fara. Það mun hafa verið mán- aðartími sem ég var þarna. Kunni ég vel við mig og reyndi, þó ung væri, að hafa not af leiðbeiningum þeim sem í boði voru. Þarna voru nokkrar húsmæður og þær sem nálægt því stóðu að verða það. Einnig voru jafnöldrur mínar og var oft glatt yfir hópnum. Sem að líkum lætur eru margar horfnar bak við tímans tjald þó „aðrar standi á eyri vaðs“. Ein þeirra er háöldruð, 95 ára, við þær yngstu 80 ára eða þar um og erum því af léttasta skeiði. Eftir að námskeiðinu lauk dvaldi ég á Ósi hjá Gunnlaugi og Mörtu í 2—3 daga uns tveir menn úr Árneshreppi (annar var í símaerindum) voru á leið norður yfir Trékyllisheiði. Þeir komu að Ósi og talaði Gunnlaugur það vel máli mínu að þeir lofuðu mér að vera sér samferða án þess að ympra á að farartálmi yrði að mér og að ég ef til vill uppgæfist sem ekki varð, svo var fyrir að þakka. Þetta var mín fyrsta ferð yfir heiðina. Nú sé ég eftir að hafa enga tölu yfir hversu oft ég fór hana, jafnt um vetur sem að sumarlagi. Þá taldist slíkt ekki til tíðinda. Veður var fremur gott þennan dag, frostlítið og hægviðri, þó svalt væri á háheiðinni. Gunnlaugur flutti þá í krókinn, utanvert 34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.