Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 36
fyrir okkur, kvöddum og héldum svo að Ósi, þangað sem ferðinni
var heitið. Dagsbirta var stutt á þessum árstíma en Óla langaði
til að komast eitthvað áleiðis til baka. Var okkur vel tekið af
þeim hjónum, Gunnlaugi og Mörtu Magnúsdóttur. Við vorum
blaut í fætur eins og þá var venjulegt. Sokkar okkar voru þurrk-
aðir og urðum við þá sem ný af nálinni. Að aflokinni máltíð var
Óli fluttur yfir fjörðinn, áleiðis til baka heim á leið og skildi þar
með okkur að sinni.
Námskeiðið var byrjað svo Marta, sú væna kona, tók að tygja
sig til ferðar með mig út á Hólmavík svo ég nyti að fullu
morgundagsins. Ljós voru í gluggum á staðnum þegar þangað
var komið. Marta fór beina leið að húsi því sem námskeiðið var í
og kom mér á framfæri við kennslukonuna, sem var Guðrún
Ólafsdóttir frá Reykjarfirði við Isafjarðardjúp. Hafði hún lært í
Noregi og síðar er heim kom víða haldið námskeið við góðan
orðstír uns hún gifti sig og heimilið varð hennar starfsvangur,
eins og þá tíðkaðist og vel þótti fara. Það mun hafa verið mán-
aðartími sem ég var þarna. Kunni ég vel við mig og reyndi, þó
ung væri, að hafa not af leiðbeiningum þeim sem í boði voru.
Þarna voru nokkrar húsmæður og þær sem nálægt því stóðu að
verða það. Einnig voru jafnöldrur mínar og var oft glatt yfir
hópnum. Sem að líkum lætur eru margar horfnar bak við tímans
tjald þó „aðrar standi á eyri vaðs“. Ein þeirra er háöldruð, 95
ára, við þær yngstu 80 ára eða þar um og erum því af léttasta
skeiði.
Eftir að námskeiðinu lauk dvaldi ég á Ósi hjá Gunnlaugi og
Mörtu í 2—3 daga uns tveir menn úr Árneshreppi (annar var í
símaerindum) voru á leið norður yfir Trékyllisheiði. Þeir komu
að Ósi og talaði Gunnlaugur það vel máli mínu að þeir lofuðu
mér að vera sér samferða án þess að ympra á að farartálmi yrði
að mér og að ég ef til vill uppgæfist sem ekki varð, svo var fyrir að
þakka. Þetta var mín fyrsta ferð yfir heiðina. Nú sé ég eftir að
hafa enga tölu yfir hversu oft ég fór hana, jafnt um vetur sem að
sumarlagi. Þá taldist slíkt ekki til tíðinda.
Veður var fremur gott þennan dag, frostlítið og hægviðri, þó
svalt væri á háheiðinni. Gunnlaugur flutti þá í krókinn, utanvert
34