Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 66

Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 66
Hrakti þá skipið í hríðinni inn á flóann undan stórsjó og fárviðri svo að við ekkert varð ráðið, uns það strandaði á norðanverðu Enginesi, þar sem fórust menn allir þeir er á voru. Skipstjórinn var danskur maður Lund að eftirnafni og skipshöfnin einnig dönsk, en eigi ber heimildum saman um fjölmenni hennar eða hvort farþegar voru einnig á skipinu og þá hversu margir. Lík- legt er og nálega fullvíst, að flestir ef ekki allir skipverjar hafa náð landi með lífsmarki, en meiri hluti þeirra látið lífið í landbrim- inu, því að einungis lík þriggja manna fundust fyrir ofan flæð- armál og annarra í fjörunni, þegar upp birti hríðina og menn komu að. Meðal þeirra skipbrotsmanna er hraustastir voru og lengst hafa lifað er sennilega Lund skipstjóri, sem munnmælin herma að fundist hafi dauðfrosinn í fyrrnefndum Kafteinsskúta í Nóntöngunum sunnan megin við nesið, enda mun það hafa verið undan veðri að sækja frá strandstaðnum. Það voru menn Jóns bónda Árnasonar í Ófeigsfirði er fyrstir urðu varir við skipsstrandið, mun Drangavík þá hafa verið í eyði, sem annars er næst vettvangi allra byggðra bóla. Ófeigsfirðingum hefur að líkindum orðið það fyrst fyrir að hlynna að líkum hinna látnu manna, samkvæmt fornri kristilegri venju, en nokkru síðar voru þau flutt til kirkju í Árnesi og jarðsett þar. Trúlegt er, þó að eigi sé frá því greint í neinum heimildum, að fljótlega eða strax er veður lægði og gekk niður hafi menn úr landi farið fram í hið strandaða skip, sem ekki virðist hafa liðast í sundur fyrr en þó nokkru síðar, þótt brotið væri og allmikill sjór í lest og káetu meðan á björgun farmsins stóð. 1 skipinu voru skepnur á lífi, bæði að því er ritaðar heimildir og munnmæli segja, kindur, hænsni, aligrís, köttur og hundur. Erfitt og í raun og veru ómögulegt er um það að dæma nú, þó manni komi vissulega í hug, að ef til vill hefði skipshöfnin öll haldið lífi með því móti að vera kyrr í skútunni, uns veðrinu létti og menn úr landi komu á strandstaðinn. Þegar strandsagan varð hljóðbær og almennt kunnug, ritaði séra Jóhann Bergsveinsson Árnesprestur bréf dagsett 26. september til sýslumanns Strandasýslu og skýrði honum frá hvernig komið væri fyrir Höfðaskipi. En svo nefndist almennt 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.