Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 13
„Kunnað hefi ég það.“ Þá spurði mamma hvort hann vildi vefa
fyrir sig vormeldúk. Karl svaraði jafn stuttaralega: „Reyna mun
ég það.“ Þar með var það mál útrætt og afgreitt.
Sögur gengu um það, að Þórður væri matmaður með ólíkind-
um. Eina slíka kunnu margir utanbókar og höfðu að gamanmál-
um. Hún er á þessa leið:
Einu sinni sem oftar kom Þórður heim til sín úr kaupstaðar-
ferð til Borðeyrar. Konan hans spyr hann þá hvort hann sé
búinn að borða. Þórður svarar: „Lítið fer nú fyrir því. Reyndar
fékk ég bitter í búðinni, brennivín á Vertshúsinu, bita á Valda-
stöðum, borðaði á Fögrubrekku, bolaspað á Melum, og láttu ekki
alveg fulla skálina mína, Sigríður mín.“
Þórður var góður búmaður, greindur, hagsýnn og notinvirkur.
Kom hann upp stórum hópi mannvænlegra barna. Kunnastur
þeirra er Gunnar, er tók við búi eftir föður sinn. En nú er
Grænumýri í eyði.
Jósep á Melum var greindarkarl, eins og hann átti kyn til.
Hann var gæddur nokkurri kímnigáfu og hagmælsku. Þó nutu
þessir hæfileikar hans sín ekki sem skyldi í sveitarímu þeirri sem
áður hefur verið getið. Kom þar stundum fram nokkur rætni,
næstum illkvittni, sem ef til vill hefur orðið þess valdandi að vin-
sældir rímunnar urðu minni en ella hefði orðið. Stafar þetta
raunar oft af því, að skáldið hefur lent í rímþröng og orðið að
segja eitthvað, oft út í hött, til þess að fá rímið á þurrt.
Annars var Jósep glaðvær og skemmtinn í samræðum og þar
naut kímnigáfa hans sér betur en í áðurnefndum brag. A efri
árum birti hann stundum eftir sig kviðlinga og smákvæði í tíma-
ritinu Iðunni. Man ég sérstaklega eftir litlu ljóði, hugþekku. Þar
endurspeglast sá hugblær er yfirskyggir hvern þann sem finnur
lokadaginn mikla nálgast og finnst sem að flest það sé ógert er
hann vildi gert hafa. Man ég sérstaklega eftir einu ljóði, sem mér
hefur alltaf fundizt ákaflega hugþekkt í sínu látleysi og einfaldleik.
Þar er rifjuð upp sú gamla saga sem alltaf er þó jafn ný. Þegar
maðurinn finnur að lokadagurinn mikli er í nánd og finnst sem
11