Strandapósturinn - 01.06.1986, Síða 20
Hrafnadal og fæddust tvö elztu börnin þar. Heyrði ég sögur um
það, að elzta barnið hefði fæðst milli þúfna úti á túni.
Helga var fluggreind, orðheppin en þótti stundum nokkuð
nöpur í tilsvörum og dálítið dómhörð um menn og málefni sveit-
arinnar. Þegar gesti bar að garði voru þeir af húsfreyjunni spurð-
ir spjörunum úr og þráspurðir um hvað væri að gerast niðri í
byggðinni. Hélzt gestum ekki uppi með að gefa loðin svör eða
hálfkveðnar vísur.
Þau Hrafnadalshjón dóu á öndverðum vetri 1931 og fóru bæði
í sömu gröf.
Hálfbróðir hennar, Stefán frá Hvítadal, orkti um þau minning-
arljóð er nefnist Fornar dygðir. Rekur hann þar ævi þeirra af mik-
illi nákvæmni og trúverðugheitum. Þeir sem til þekkja finna að
þar er hvergi hallað réttu máli.
Gróajónsdóttir Kollsá
Hún var gift Jóni Tómassyni bónda á Kollsá, áður á Ljótunnar-
stöðum. Þau lifðu nokkuð fram yfir aldamót.
Gróa var sögð myndarkona, gestrisin og atkvæðamikil og
áhugasöm um sveitarmálefni. Til marks um það braut hún upp á
því við sveitunga sína að nauðsyn bæri til að brúa Laxá. Hafði
hún sitt mál fram og var byggð brú á ána, ekki veit ég með
hvaða hætti fyrirtækið var fjármagnað. Sú brú stóð að vísu ekki
nema eitt misseri, því hana tók af í fyrstu vorleysingum, barst á
sjó út og sigldi alla leið norður á Skagaströnd. Fljódega var þó
byggð önnur brú, sem stóð á fjórða áratug, þar var byggð sú
þriðja og loks sú fjórða.
Það er haft til marks um gestrisni Gróu, að þegar hún sá til
mannaferða brá hún sér í betri klæðnað. En bæri gestina svo
brátt að, að hún mætti ekki eyða tímanum í langa eða umfangs-
mikla snyrdngu, smeygði hún sér í klæðispils utan yfir hversdags-
klæðin, jafnvel þó það væri sjálft kvíakastið. Stóð þá stundum
kvíakastið skörðugt og óhreint niður undan klæðispilsinu.
Eitt af því sem Gróa lét sér um munn fara lifir enn þann dag í
dag sem orðtak. Þau hjón misstu dóttur sína uppkomna, gerðu
útför hennar sem veglegasta og veittu súkkulaði. Kúamjólk til
18