Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 23
Þessi hjón voru, að því er mig minnir, ekki nema einn vetur
og ég veit ekkert hvað af þeim varð. En hitt minnir mig, að þau
hafi eignazt mörg börn eftir að þau fluttust frá Ljótunnarstöðum.
Og ef mig misminnir ekki áttu þau dóttur sem hét Ágústa. Hún
ólst upp á sveit, mig minnir norður í Bitru. En þegar hún óx úr
grasi fór hún sem kaupakona suður í Biskupstungur og náði sér
þar í eiginmann. Hét sá Þorsteinn og átti heima á Vatnsleysu og
varð þjóðkunnur maður.
Þá eru það hin hjónin. Þau bjuggu í norðurenda baðstofunnar.
Sá endi var hálft annað stafgólf. Var gangur á milli endanna sem
kallaður var Þró. Var Þróin og norðurendinn aðskilin með hálf-
þili. Þessi hjón voru ung, þegar þetta gerðist og áttu eina dóttur,
líklega á fyrsta ári. Konan hét Elísabet og veit ég engin deili á
henni. Hún hefur líklega verið eitthvað stúrin, þunglynd eða
sinnulítil, því bóndinn varð að sinna heimilisstörfum að ein-
hverju leyti.
Hann hét Þorleifur Jónsson og var sonur Jóns á Hornsstöðum
í Dölum. Hann var kunnur um Dali og víðar. Hann var blóðtöku-
maður, líklega sá síðasti á landi hér. Hann var yfirsetumaður og
lánaðist framúrskarandi vel við þann starfa. En síðast en ekki sízt
var hann frægur fyrir að hafa getið tuttugu og eitt barn með
konu sinni. Auk þess missti hún fóstur þrisvar sinnum, að því er
einn af bræðrum Þorleifs sagði mér síðar.
Ekki þáðu þau hjón af sveit. Þorleifur var góður og afkastamik-
ill vefari og sat við vefstólinn alla daga. Kamínu hafði hann í
Þrónni, sem áður er getið, og eldaði þar mat þeirra hjóna. Þegar
hann þurfti að hræra í pottinum þurfti hann ekki annað en að
snúa sér við í vefstólnum, seilast yfir hálfþilið og hræra í pottin-
um.
Móður minni fannst stundum sem að Leifi væri ekki neitt
sérlega kræsinn eða matvandur. Hann geymdi mat sinn frammi í
búri hjá mömmu. Eitt sinn stóð þar pottur með köldum graut,
sem hann kom einn morgun og sótti, því hann ætlaði að hita
hann upp. Sá mamma þá að maðkar höfðu hrunið úr þekjunni
ofan í grautinn. Mamma sagði þá við hann að ekki færi hann að
éta þennan maðkagraut. Bauðst hún til að gefa honum af öðrum
21