Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 24
graut sem hún var að elda. Leifi tók því víðs fjarri, sagðist ekki
fara að henda blessuðum matnum. Síðan fór hann með sinn
maðkaða graut, setti hann á kamínuna og át með góðri lyst.
Oft kvartaði hann um það við móður mína að konan væri
afundin og óþjál við sig í bólinu. Til dæmis sagði hann einu sinni:
„Beta setti í mig rassinn í nótt.“
Dóttir þeirra hjóna var skírð einhverntíma um veturinn sem
þau voru á Ljótunnarstöðum. En þá kom upp mikið vandamál.
Þau höfðu ákveðið að telpan skyldi heita Kapítóla. Sagan um
Kapítólu hefur þá verið nýkomin út.
En þegar til kastanna kom þvertók séra Páll að skíra barnið
Kapítólu. Eftir mikið þjark og þref urðu þau að láta í minni pok-
ann, enda komust fáar röksemdir að hjá Leifa. Þegar hann
komst úr jafnvægi, eða varð mikið niðri fyrir, skildist ekkert hvað
hann sagði, hann stamaði nefnilega undir slíkum kringumstæð-
um og stóð á öndinni.
Eftir þennan vetur rýmkaðist í Ljótunnarstaðabænum. Venju-
lega voru þar næstu árin aðeins ein hjón öldruð og barnlaus, eða
einhleyp húskona.
Meðal þeirra sem dvöldu í húsmennsku í húsmennskutíð for-
eldra minna á Ljótunnarstöðum voru gömul hjón. Hann hét
Magnús ísleifsson en hún Kristín, ég man ekki hvers dóttir. Bæði
voru þau allvel ern. Karlinn var dálítið grobbinn, konan var hæg-
lát, móðurleg og annaðist bónda sinn af mikilli umhyggju.
Orðaskipti hjónanna voru venjulega hin sömu, þegar konan
færði honum matinn. Karlinn sagði: „Hvað ertu að gera með að
skammta mér svona mikið, ég ét þetta aldrei allt?“ Konan svar-
aði: „O, þú mutlar þetta upp, Magnús minn.“ Og það brást aldrei
að Magnús mutlaði upp allt af diskinum, enda var hann sagður
mikill mathákur.
Magnús bjó lengst af á Borgum og var hann venjulega kennd-
ur við þann bæ. Síðast bjó hann þó á Árbakka, sem var lítið kot
á Hvalsárdal og fór það í eyði eftir að Magnús flutti þaðan.
Ekki man ég hvert þau fóru er þau fluttu frá Ljótunnarstöð-
um, sennilega hafa þau þá átt skammt eftir ólifað.
22