Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 27
til vefjar, eins og það var kallað, fyrir húsmæður sveitarinnar á
veturna. Hún var vel verki farin og víkingur til allrar vinnu,
kattþrifin og karlmanns ígildi að burðum, enda var hún aldrei
við karlmann kennd.
Eitt ár um aldamótin var hún í húsmennsku hjá foreldrum
mínum. Eftir það var hún í mörg sumur kaupakona. Frá okkur
fór hún að Bæ og var þar nokkur ár. Síðustu árin var hún á
Prestsbakka og andaðist þar.
Þegar Dabba fluttist frá Ljótunnarstöðum og að Bæ skildi hún
eftir einn hlut, sem hún bað móður mína að geyma þangað til
hún sækti hann. Það var biblía, kennd við einhvern Stein og köll-
uð Steinsbiblía. Oft spurði móðir mtn Döbbu að því hvort hún
ætlaði ekki að fara að taka biblíuna. En Dabba svaraði alltaf því
sama, að ekkert lægi á. En loks kom að því að Dabba sótti biblí-
una.
Það var einn sólhlýjan vordag 1913, daginn áður en hala-
stjarnan átti að granda jörðinni. Dabba kom þá labbandi með
strigapoka undir hendinni og sagðist vera komin að sækja biblí-
una. Mamma spurði í gamni hvort það væri vegna halastjörn-
unnar. En Dabba svaraði út í hött og sagðist kunna betur við að
hafa dótið sitt hjá sér.
Anna Eiríksdóttir
Hún var yfirsetukona og venjulega kölluð Anna seta. Eg held
að hún hafi verið ættuð norðan af Ströndum. Upphaflega kom
hún sem bústýra til bóndans á Fögrubrekku, sem var ekkjumað-
ur. Þau hringtrúlofuðust en svo rann sú trúlofun út í sandinn
með einhverjum hætti. En Anna bar hringinn alla ævi. Dóttur
Fögrubrekkubóndans tók Anna í fóstur. Hún hét Arndís og er
kunn meðal þjóðarinnar undir heitinu Elskan hans Þórbergs.
Anna nam ljósmóðurfræði og gerðist ljósmóðir í Bæjarhreppi
og gegndi þeim starfa um þriggja áratuga skeið. Hún var hús-
kona á ýmsum stöðum, meðal annars á Stóru-Hvalsá, en lengst
þó í Bæ. Voru þær í sínu herberginu hvor uppi á lofti í gamla
timburhúsinu, hún og Dabba gamla, sem áður var nefnd. Kom
25