Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 41

Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 41
Nokkru eftir að kaupfélagsstjóri kom á skrifstofu sína kallaði hann okkur Jónas inn til sín og sagði okkur að ef við héldum áfram verkfalli gæti hann ekki haft okkur í þjónustu sinni þó að hann hefði vonast eftir því, áður en þessi deila hófst. Þetta kom mér á óvart. Deilan harðnaði. Nú var stjórn V.S.N. látin vita um verkfallið og framgang þess. Eflaust hefur verið sagt frá því, þó að ég viti það ekki að búið væri að reka okkur Jónas. I fréttum var í útvarpi sagt frá Borðeyrardeilunni, að unnið hefði verið á Borðeyri með ófélagsbundnum mönnum. Barist var á Siglufirði og Akureyri og ef til vill víðar. En eftir japl og jaml og fuður var samið um að Verkalýðsfélagið fengi 75% forgang til allrar vinnu hjá kaupfélaginu. Voru samningarnir gerðir af stjórnum S.I.S. og V.S.N. Daginn eftir að mér var sagt upp gekk ég til húsbónda míns og fékk honum lykla þá sem ég hafði að búð og fleiru. Hann tók við en var dapur í bragði. Brandur bróðir sótti mig og við riðum út sveitina. Komum á einn bæ. Þar var margt sagt. Eg býst ekki við að sveitungar mínir hafi mikils af mér vænst, en þó held ég að þeir hefðu ekki litið mig smærri augum, þó að ég hefði verið rekinn fyrir þjófnað eða annað slíkt. Sjálfur var ég á annarri skoðun. Um sumarið var ég í vegavinnu á Holtavörðuheiði, hafði verið þar um tíma sumarið áður. Nú gengu þeir fýrir í vinnu, sem voru í verkamannafélaginu næst Heiðinni. Einn af þeim mönn- um sem vann við Lagarfoss í verkfallinu, hafði orð á því að kasta okkur í sjóinn. Gekk nú í Verkalýðsfélagið á Borðeyri til þess að fá vinnu á Heiðinni. Eg glotti til hans er ég sá hann. Er vinnu lauk á Heiðinni fór ég til Reykjavíkur. Eg gekk á námskeið í bók- færslu og fékk að rukka fyrir bókaverslun fyrir 125 kiónur á mánuði og þótti sæmilegt. Jónas kom suður og var hjá mér í herberginu. Hann hafði vinnu við byggingar, en hún var óstöðug. Unnið var þegar frost- laust var, en svo var stopp er frysti. Þá var það rétt fyrir jólin 1934 að Ólafur Kristmundsson, hann var í Háskólanum, kom að máli við Jónas og sagði að pabbi sinn 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.