Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 44
Ragnheiöur Viggósdóttir
Jrá Broddanesi:
Ásta-Brandur
Þegar ég var beðin að segja hér fáein orð eða lesa eitthvað
upp, helst tengt Strandasýslu, þá kom mér í hug gamall kunningi
sem lengi hefur legið óbættur af hálfu okkar Strandamanna, en
var þó vel þekktur þar í sýslu um árabil. Að vísu var hann ekki
Strandamaður, en óteljandi spor átti hann á þeim slóðum og
marga kunningja og velgjörðarmenn. Ég ætla að hann hafi borið
Strandamönnum vel söguna í hinum ýmsu byggðarlögum sem
hann gisti og vel mættum við muna þennan skrítna fugl sem
floginn er af heimi, auðnulítill og fjaðrafár eins og hann var.
Þetta var síðasti förumaður í Strandasýslu og líklega einn sá allra
síðasti á landinu — Asta-Brandur.
Guðbrandur var hann skírður, en Asta-Brandur kaus hann
sjálfur að heita og enginn nefndi hann öðru nafni. Þótt hann ætti
sjálfur aldrei neina hlutdeild í ástamálum svo vitað væri, þá
véfengdi enginn rétt hans til að auðga nafn sitt með heiti sjálfrar
frumhvatarinnar til viðhalds öllu lífi manna á jörðu. Sem fyrr
segir var hann aldrei orðaður við konur, en samt sem áður áttu
þær stærstan sess í huga hans af því, sem hann taldi til lystisemda
— næst kom svo vín og spilamennska. Brandur tignaði fagrar
konur og taldi sig vera sérstakan boðbera fyrir ástina, þótt
öðrum sýndist hann tæplega kjörinn til þess.
Ekki hefur Brandur verið einn um það að tigna og lofsyngja
konur, en fátítt mun það hinsvegar, að þeir sem sjálfir sitja út í
horni meðan aðrir snæða, afskiptir öllu því sem fram er boðið,
hæli kræsingunum mest.
Ferðalög, eða það sem í hans tilfelli var kallað flakk, voru ann-
42