Strandapósturinn - 01.06.1986, Síða 56
Kona hans var Þórdís Jónsdóttir frá Hlaðhamri. (Sjá
Strandam., Sr. Jón Guðnas.).
2. Alexander Bjarnason. Bjó áður á Þorsteinsstöðum í Hauka-
dal, hreppsstjóri þar um tíma. Flutti að Gilhaga 1870, húsmaður
eða við búskap. Kona hans var Hólmfríður Björnsdóttir frá
Hrútatungu, Björnssonar.
Eitt af börnum þeirra var Arnijúlíus Strandapóstur.
Sonur Hólmfríðar var Gunnlaugur, rnaður Signýjar í Gilhaga.
Alexander var vel að sér og ritfær. Ritaði greinar í blöð um ýmis
efni og gaf út rit um Islenskar drykkjurtir. (Prentað á Akureyri
1860.)
(Sjá Strandam., Sr. Jón Guðnas.).
3. Signý Gunnlaugsdóttir. Dóttir Gunnlaugs Björnssonar frá
Óspaksstöðum og fyrri konu hans, Sigríðar Bjarnadóttur frá
Hrafnadal. Signý bjó í Gilhaga 1875 — 1880, þá ekkja.
Maður hennar var Gunnlaugur Gunnlaugsson frá Efra-Núpi,
Gunnlaugssonar, prests á Stað, Gunnlaugssonar.
Þau voru rúmt ár í hjónabandi, hann dó 25 ára.
Þau eignuðust eitt barn er dó ungt.
(Sjá Strandam., Sr. Jón Guðnas.).
4. Bjarni Gunnlaugsson, bróðir Signýjar. Húsmaður í Gilhaga
1877 —1879. Kona hans var Vilborg Jónsdóttir, Guðmundssonar
á Borg í Grímsnesi. Þau voru barnlaus.
(Sjá Strandam., Sr. Jón Guðnas.).
5. Jón Magnússon. Bjó áður í Miðfirði og Víðidal, en frá
1879 í Gilhaga og dó þar 1882. Kona hans var Margrét Bjarna-
dóttir úr Miðfirði.
6. Þórður Sigurðsson, f. 09. okt. 1852, d. 07. júní 1926. For-
eldrar Sigurður Sigurðsson í Núpsseli í Miðfirði og Helga Þórðar-
dóttir frá Ytri-Knarrartungu á Snæfellsnesi, Jónssonar. Þórður var
fæddur á Melum, var og af ætt Melamanna, því að Sigurður í
54