Strandapósturinn - 01.06.1986, Síða 57
Núpsseli var dóttursonur Tómasar stúdents á Ásgeirsá, Tómas-
sonar og Ljótunnar Jónsdóttur frá Melum. Þórður ólst fyrst upp
með föður sínum, en síðar með móður sinni og stjúpa, Árna
Björnssyni. Bóndi í Gilhaga 1878—1891. Bóndi á Valdasteins-
stöðum 1891 — 1894 og síðan í Grænumýrartungu.
Kona hans var Sigríður Jónsdóttir frá Bálkastöðum, Magnús-
sonar. Sex synir komust upp af börnum þeirra hjóna: Sigurður í
Núpsseli í Miðfirði, Helgi í Gilhaga og víðar, Björn í Gilhaga og
síðar í Grænumýrartungu, Guðmundur er var í Gilhaga, Borðeyri
og síðast í Grænumýrartungu, Svanbergur á Fossi í Hrútafirði
og Gunnar er bjó í Grænumýrartungu.
7. Þuríður Ólafsdóttir frá Blönduhlíð í Hörðudal í Dalasýslu,
ekkja. Búandi í Gilhaga 1881 — 1883.
Bjó áður með manni sínum Ólafi Ólafssyni á Lidu-Hvalsá í
Hrútafirði. Börn þeirra voru Bjarnína og Guðjón er bjó í Heydal
og einnig í Miðhúsum, faðir Sæmundar Guðjónssonar á Borðeyr-
arbæ.
(Sjá Strandam., Sr. Jón Guðnason).
8. Jón Sveinsson, húsmaður í Gilhaga 1898—1900. Var við
búskap eða í húsmennsku allvíða í Bæjarhreppi, t.d. á Stóru-
Hvalsá. Kona Sigríður Jóhannesdóttir. Synir þeirra Sigurbjörn í
Kvíslum og Friðfmnur á Stað. (Sjá Strandam. Sr. J.G.).
9. Tómas Tómasson, bóndi í Gilhaga 1891 — 1898.
Kona hans var Guðrún, dóttir Árna Einarssonar í Grænumýr-
artungu og konu hans Guðrúnar Bjarnadóttur.
(Sjá Strandam., Sr. Jón Guðnason).
10. Ásbjörn Ásbjörnsson, bóndi í Gilhaga 1898—1900. Ás-
björn var sonur Ásbjörns Jónssonar frá Fjarðarhorni og Þóru
Helgadóttur. Kona Ásbjörns Ásbjörnssonar var Kristín Jónsdóttir
frá Tröðum í Staðarsveit. Dætur þeirra dóu ungar. Seinni maður
Kristínar var Halldór Sæmundsson.
55