Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 58
Gilhagi var í eyði á árunum 1900—1909. Á þeim árum keypti
Bæjarhreppur Gilhaga, sem var í landi Mela, sunnan Miklagils, af
eiganda Mela, sem þá var Jósep Jónsson.
11. Helgi Þórðarson, sonur Grænumýrartunguhjóna, Þórðar
og Sigríðar. Helgi reisti að nýju við bú úr auðn í Gilhaga og bjó
þar 1909—1911.
Helgi Þórðarson var maður víðförull og fór til Vesturheims
árið 1900 og átti heima í Winnipeg. Mun þá hafa farið margt
fólk af Islandi til Ameríku. Úr Norðurárdal í Mýrasýslu fóru 8
manns og þar á meðal Davíð Bjarnason, sá sem fyrstur byggði í
Gilhaga.
Helgi kom aftur heim 1908 með unga dóttur sína, Láru, en
kona hans, Ragnhildur Andrésdóttir frá Hvassafelli í Norðurárdal
lést í Winnipeg 7. júlí, 1904.
Lára, dóttir þeirra, fór aftur vestur um haf og giftist þar. Hún
lést fyrir nokkrum árum.
Seinni kona Helga var Ingibjörg Skarphéðinsdóttir frá Guð-
laugsvík, Jóhannssonar. Börn þeirra eru Rögnvaldur á Borðeyri,
Sigurþór í Borgarnesi, Laufey, nú látin, var gift Sigurði H. Magn-
ússyni á Skagaströnd. Sigurlaug, gift Gunnari Grímssyni, kaupfé-
lagsstjóra frá Skagaströnd, Oskar, stöðvarstjóri á Höfn í Horna-
firði, Sigríður var gift Engilbert Oskarssyni frá Skagaströnd, hann
er látinn.
Gunnar, búsettur á Skagaströnd.
(Sjá Strandam., Sr. Jón Guðnason).
Með leyfi Sigurlaugar, dóttur Helga er hér skráð frásögn
Helga sjálfs á förinni til Ameríku aldamótaárið 1900.
„Um vorið, aldamótaárið 1900, mun hafa farið mjög margt
fólk af íslandi til Ameríku. Úr Norðurárdal í Mýrasýslu fór 8
manns. Frá Fornahvammi fór fernt.
Það var Davíð gamli, sonur hans Daníel og Helga gamla,
fóstra Daníels, svo og ég sjálfur og tvær systur frá Hvassafelli,
Helga og Ragnhildur Andrésdætur. Ragnhildur var unnusta mín.
Vorið áður fóru þaðan bróðir þeirra og systir og hennar maður
56