Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 59
til Ameríku. Ragnhildi kynntist ég sumarið áður en ég fór til
Ameríku, hún var þá kaupakona í Fornahvammi.
Lagt var af stað 13. júní til Borgarness og næsta dag var farið
á móti skipi til Reykjavíkur. I Reykjavík vorum við 3 daga um
kyrrt og biðum eftir fari til Englands.
20. júní stigum við um borð í póstskipið Láru, er fara átti til
Leeth í Englandi. Við komum við í þrem höfnum í Færeyjum,
fórum þar í land og þótti okkur fallegt þar. Ferðin til Leeth gekk
vel og komum við þangað 26. júní, vorum látin fara í járnbrauta-
lest og til Liverpool komum við næsta morgun. Við munum hafa
verið um 85 Islendingar er þar komum saman og vorum allir á
leið til Ameríku. Okkur var öllum boðið inn á hótel og var mat-
ur á borðum er við komum þangað. Nú var Kanadastjórn búin
að taka við okkur og var vel við okkur gert á allan hátt. Okkur
var tekinn vari fyrir því að fara ekki langt frá hótelinu meðan við
dvöldum í Liverpool, því hætta var á að við villtumst. Samt fór-
um við að skoða okkur um í borginni strax næsta dag, því margt
var að sjá og margt langaði okkur til að kaupa, en efni voru lítil.
Meðan við dvöldum í Liverpool bar svo við að einn okkar Islend-
inganna drakk sig fullan og átti sá konu í hópnum, er hann í
ölæði sínu seldi nokkrum gyðingum, sem hann átti verslun við.
Eitt sinn er við sátum að máltíð mætti þessi maður ekki og ekki
hans kona og var þá gerð leit að þeim. Nokkrir höfðu séð hann
seint um daginn. Agentinn, sem fylgdi okkur frá Leeth alla leið
til Kanada fór ásamt lögregluþjóni að leita þeirra og fundu þeir
þau ekki þann daginn.
Daginn eftir hafði lögreglan fundið manninn, dauðadrukkinn
og gerðu þeir erindrekanum aðvart, en ennþá vantaði konuna.
Þegar erindrekinn fór að tala við manninn, þá mundi hann ekki
neitt, en eftir dálítinn tírna og eftir að hafa farið til læknis, mundi
hann til þess að hann hafði átt margar vínflöskur inni hjá kaup-
manni, er hann hafði verið hjá daginn áður og að konan hefði
verið að versla með sér hjá þessum kaupmanni.
Það tók töluvert langan tíma að finna þennan kaupmann, sem
var gyðingur. Var hann mjög tregur til að kannast við að hafa
séð þennan Islending áður. En stúlka, sem var þar í búðinni,
57