Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 60
sagði að kona hefði verið með þessum manni. Lögreglan gekk
fast að gyðingnum og hótaði honum öllu hinu versta, ef hann
gæfi ekki allar upplýsingar um hvað hefði orðið af konunni. Þá
sagði hann að hún myndi vera hjá kunningja sínum, sem hafði
fengið hana keypta hjá þessum kaupmanni. Eftir mikla leit, þjark
og þref, hafðist upp á konunni. Konan kvaðst hafa verið ginnt í
hús gyðingsins og var henni þó ekkert mein gert.
Til skips fórum við 1. júlí og skyldi skipið flytja okkur til Qui-
beck. A leiðinni yfir hafið fengum við oft þoku og gekk ferðin
seint. Margir urðu sjóveikir og var líðan manna mjög misjöfn.
Eitt barn dó á leiðinni. Tveir læknar voru á skipinu, sem skoðuðu
fólkið daglega. Margir kunnu illa við fæðið, sem var þó í raun og
veru gott, en það var fólkinu framandi, t.d. svínaflesk, ávextir og
síld. Innflytjendur munu hafa á skipinu verið um 800 manns og
voru þeir af mörgum þjóðernum.
Okkur íslendingunum þóttu Pólverjarnir vera sérstaklega sóða-
legir og höfðum lítið samneyti við þá.
Til Quibeck komum við 12. júlí. Þar var staðið við stutta stund
og þaðan farið með járnbrautarlest til Winnipeg. Þá var 15. júlí
kl. 7 að morgni. Við vorum látin fara í svokallað Innflytjendahús,
þangað komu margir Islendingar er áður höfðu flust vestur og
tóku á móti frændum og vinum. Um daginn fór fólk að tínast í
burtu og sá ég sumt af því aldrei síðan.
Margir sem enga áttu að dvöldu nokkra daga í Innflytjenda-
húsinu, meðan stjórnin var að útvega þeim atvinnu eða húsnæði.
Eg var um vikutíma hjá systkinum unnustu minnar, en þau tóku
á móti okkur. Síðan fór ég að fá vinnu við og við og fannst mér
vinnan fremur leiðinleg og erfið. Það var helst skipavinna, skurð-
gröftur, hreinsun á múrsteini og ýmisleg grjótvinna. Það mun
hafa verið um 18. ágúst er ég gat náð í herbergi til leigu og er
ég hafði fengið það giftum við okkur. Lítil voru efnin, var ekki
innan-húss nema rúmfatnaður og koffort, sem við komum með
að heiman. Við urðum að kaupa okkur rúmstæði og önnur bús-
áhöld, er nauðsynlegust voru. Eg hafði vinnu öðru hvoru til
haustsins. I október fer ég að hugsa um að komast út í nýlendu
og fá mér þar land, því ég hugsaði til að verða bóndi. Ég fór út í
58