Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 64
á. Veðurhæðin var óskapleg og snjókoman svo mikil að ekkert sá
frá sér. Undir kvöld var þó féð komið heim á tún í Grænumýrar-
tungu. Var Björn að ganga heim götuna ásamt Gunnari bróður
sínum er hann hné niður og var þegar örendur.“
Börn þeirra Björns og Sólveigar voru Sæmundur bóndi í
Hrútatungu, Júlíana á Breiðabólstað á Alftanesi, kona Sveins Er-
lendssonar. Þórunn, er starfaði við Landspítalann í Reykjavík, nú
látin. Sigríður búsett í Reykjavík.
13. Guðmundur Þórðarson, bróðir Björns og Helga hér á
undan, er þriðji bróðirinn sem býr í Gilhaga, 1912—1923.
Guðmundur bjó í nokkur ár í tvíbýli á móti Birni bróður sín-
um. Sést best á því hve mikið hefur verið lagt upp úr því að vera
sjálfs sín að búa í tvíbýli á svo lítilli jörð. Guðmundur fluttist til
Borðeyrar frá Gilhaga og 1947 inn að Grænumýrartungu til
Ragnars sonar síns og Sigríðar Gunnarsdóttur.
Fyrri kona Guðmundar var Margrét Jónsdóttir frá Tröðum í
Staðarsveit. Hún dó 35 ára. Sonur þeirra var Jón á Brandagili og
síðar í Reykjavík, nú látinn.
Seinni kona Guðmundar var Ragnheiður Guðbjörg Sigurðar-
dóttir frá Junkaragerði í Höfnum, Hieronymussonar.
Guðmundur og Ragnheiður eignuðust 7 syni og 2 dætur.
Ragnar bónda í Grænumýrartungu, nú í Reykjavík, Fanney er
bjó á Goddastöðum í Dalasýslu, nú látin, Sigurrós, Þórður, Jó-
hann, Bergur, Þórir, Gunnar, Oskar, öll búsett í Reykjavík.
(Sjá Strandam., Sr. Jón Guðnason).
14. Ingólfur Jónsson er fjórtándi ábúandinn í Gilhaga.
Ingólfur flyst þangað vorið 1925 með konu sinni Önnu Sigur-
jónsdóttur frá Laxárdal í Bæjarhreppi.
Ingólfur lést úr lungnabólgu 1932. Anna hélt áfram búskap
eftir lát manns síns og af eigin rammleik og með góðri aðstoð
skylduliðs og vina, kom hún upp 5 börnum og lét aldrei bilbug á
sér finna, mikil sómakona og góður nágranni. Hafa þurfti bæði
þrek og áræði til að búa á afdalabæ með svo stórt heimili, en þar
til kom nægjusemin og dugnaðurinn sem var svo ríkur þáttur í
62